Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar 23. janúar 2021 08:30 Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar