Erlent

Ræddi við Biden um næstu skref

Sylvía Hall skrifar
Boris virtist skemmta sér konunglega yfir símtalinu í kvöld.
Boris virtist skemmta sér konunglega yfir símtalinu í kvöld. Downingstræti 10

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

„Ég hlakka til að dýpka langvarandi bandalag þessara þjóða á meðan við náum grænum og sjálfbærum bata eftir COVID-19,“ skrifaði Johnson.

Biden tók við embætti á miðvikudag, en hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Johnson óskaði Biden til hamingju með innsetningarathöfnina.

„Forsætisráðherrann tók ákvörðun forsetans um að ganga aftur í Parísarsamkomulagið fagnandi, sem og endurkomu í Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og COVAX verkefnið til þess að tryggja jafnan aðgang að bóluefni,“ sagði talsmaður Downingstrætis 10 um fundinn.

Þeir ræddu komandi áskoranir í kórónuveirufaraldrinum en einnig þau tækifæri sem blöstu við í kjölfar hans. Sambandið gæti orðið betra og grænna í kjölfarið þar sem Biden hefði nú þegar lofað því að taka loftslagsmálin föstum tökum.


Tengdar fréttir

Biden gefur í gegn veirunni

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifar undir tíu forsetatilskipanir í dag sem snúa að baráttunni við faraldur nýju kórónuveirunnar. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að skikka fólk til að auka framleiðslu bóluefna, auka skimun, opna skóla og fyrirtæki samhliða því að auka notkun andlitsgríma.

Biden og Harris taka við embætti: Dagurinn í myndum

Fánar blöktu þar sem venjulega stendur fólk, þjóðvarðliðar í þúsundatali gengu fylktu liði um Washington-borg og fráfarandi forseti var ekki viðstaddur þegar nýr forseti tók við embætti Bandaríkjaforseta í dag. Dagurinn var fyrir margar sakir sögulegur, ekki hvað síst vegna þess að í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna er kona orðin varaforseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×