Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2021 08:30 Frá fjölmennum mótmælum í St. Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. Boðað var til mótmælanna eftir handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í síðustu viku og hafa bandamenn hans boðað til frekari mótmæla næstu helgi. Hann sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann ítrekaði að hann ætlaði ekki að svipta sig lífi í fangelsi. Yfirvöld í Rússlandi höfðu sagt mótmælin ólögleg og vöruðu fólk við því að það gæti átt von á handtöku og mögulega fangelsisvist fyrir að taka þátt í þeim. Í Moskvu komu allt að fjörutíu þúsund mótmælendur saman í miðborginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, og kom til átaka við lögreglu sem beittu kylfum gegn mótmælendum. Að endingu voru mótmælendur reknir frá Pushkintorgi og hópuðust mótmælendur þar nærri þar sem þau köstuðu snjóboltum í lögregluþjóna. Eftir það fóru einhverjir mótmælendur að fangelsinu þar sem Navalní er í haldi og mótmæltu þar. Samtökin OVD-Info, sem vakta pólitískar handtökur í Rússlandi segja að 3.068 hafi verið handteknir í Rússlandi í gær. Þar af hafi 1.167 verið handteknir í Moskvu og rúmlega 460 í St. Pétursborg, þar sem önnur fjölmenn mótmæli fóru fram. Meðal þeirra sem voru handteknir var Júlía Navalní, eiginkona Alexei. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var einnig handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn. Hún var einnig handtekin í aðdraganda mótmælanna í vikunni. . : https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4— (@CurrentTimeTv) January 23, 2021 AP fréttaveitan segir að mótmælin leiði til þrýstings á ráðamenn í Rússlandi. Ljóst sé að Navalní hafi byggt upp stórt tengslanet og njóti töluverðs stuðnings, þrátt fyrir að ríkið hafi beitt sér gegn honum og ríkismiðlar Rússlands hunsi hann nánast alfarið. Ráðmenn vestrænna ríkja hafa kallað eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi. Sendi skilaboð og þakkaði fyrir sig Navalní sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og ítrekaði að hann ætlaði sér ekki að fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Moscow Times. „Til vonar og vara: Ég ætla ekki að hengja mig eða skera mig á púls eða háls með beittri skeið á næstunni,“ skrifaði Navalní í skilaboð sín sem birt voru á Instagram. Hann sagðist nota stiga af mikilli varkárni og að hann væri við góða heilsu. Navalní, sem eitrað var fyrir með taugaeitrinu Novichok í sumar, situr í Matrosskya Tishina fangelsinu. Þar dó Sergei Magnitsky við grunsamlegar aðstæður árið 2009 eftir að hann hóf rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli sem tengdist rússneskum embættismönnum. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá mótmælunum í gær. , : / pic.twitter.com/QRkpJygSfN— (@mediazzzona) January 23, 2021 -1 : « » pic.twitter.com/YItXYOZpM0— (@mediazzzona) January 23, 2021 . , 50 .« » https://t.co/uu5jzUDqMT pic.twitter.com/FJMNttUZ4z— (@mediazzzona) January 23, 2021 , https://t.co/50drP9qjlr : @Fontanka_spb pic.twitter.com/DSPuJDcSDH— (@mediazzzona) January 23, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40 Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Boðað var til mótmælanna eftir handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í síðustu viku og hafa bandamenn hans boðað til frekari mótmæla næstu helgi. Hann sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann ítrekaði að hann ætlaði ekki að svipta sig lífi í fangelsi. Yfirvöld í Rússlandi höfðu sagt mótmælin ólögleg og vöruðu fólk við því að það gæti átt von á handtöku og mögulega fangelsisvist fyrir að taka þátt í þeim. Í Moskvu komu allt að fjörutíu þúsund mótmælendur saman í miðborginni, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, og kom til átaka við lögreglu sem beittu kylfum gegn mótmælendum. Að endingu voru mótmælendur reknir frá Pushkintorgi og hópuðust mótmælendur þar nærri þar sem þau köstuðu snjóboltum í lögregluþjóna. Eftir það fóru einhverjir mótmælendur að fangelsinu þar sem Navalní er í haldi og mótmæltu þar. Samtökin OVD-Info, sem vakta pólitískar handtökur í Rússlandi segja að 3.068 hafi verið handteknir í Rússlandi í gær. Þar af hafi 1.167 verið handteknir í Moskvu og rúmlega 460 í St. Pétursborg, þar sem önnur fjölmenn mótmæli fóru fram. Meðal þeirra sem voru handteknir var Júlía Navalní, eiginkona Alexei. Lögmaðurinn Lyubov Sobol, sem einnig er bandamaður Navalní, var einnig handtekinn af óeirðalögreglu í dag á meðan hún ræddi við fréttamenn. Hún var einnig handtekin í aðdraganda mótmælanna í vikunni. . : https://t.co/7SR1VNjCr6 pic.twitter.com/OwMtvg4cF4— (@CurrentTimeTv) January 23, 2021 AP fréttaveitan segir að mótmælin leiði til þrýstings á ráðamenn í Rússlandi. Ljóst sé að Navalní hafi byggt upp stórt tengslanet og njóti töluverðs stuðnings, þrátt fyrir að ríkið hafi beitt sér gegn honum og ríkismiðlar Rússlands hunsi hann nánast alfarið. Ráðmenn vestrænna ríkja hafa kallað eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi. Sendi skilaboð og þakkaði fyrir sig Navalní sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og ítrekaði að hann ætlaði sér ekki að fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Moscow Times. „Til vonar og vara: Ég ætla ekki að hengja mig eða skera mig á púls eða háls með beittri skeið á næstunni,“ skrifaði Navalní í skilaboð sín sem birt voru á Instagram. Hann sagðist nota stiga af mikilli varkárni og að hann væri við góða heilsu. Navalní, sem eitrað var fyrir með taugaeitrinu Novichok í sumar, situr í Matrosskya Tishina fangelsinu. Þar dó Sergei Magnitsky við grunsamlegar aðstæður árið 2009 eftir að hann hóf rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli sem tengdist rússneskum embættismönnum. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá mótmælunum í gær. , : / pic.twitter.com/QRkpJygSfN— (@mediazzzona) January 23, 2021 -1 : « » pic.twitter.com/YItXYOZpM0— (@mediazzzona) January 23, 2021 . , 50 .« » https://t.co/uu5jzUDqMT pic.twitter.com/FJMNttUZ4z— (@mediazzzona) January 23, 2021 , https://t.co/50drP9qjlr : @Fontanka_spb pic.twitter.com/DSPuJDcSDH— (@mediazzzona) January 23, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40 Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57 Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42 Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Yfir tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Lögregla í Rússlandi hefur handtekið yfir tvö þúsund mótmælendur víðs vegar um Rússland í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, sem handtekinn var síðustu helgi við komuna til Rússlands. Óeirðalögregla beitti mikilli hörku og voru sumir mótmælendur beittir ofbeldi og dregnir í burtu. 23. janúar 2021 18:40
Tugir mótmælenda handteknir í Rússlandi Tugir hafa verið handteknir í Rússlandi í morgun eftir að stuðningsmenn stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní komu saman til að mótmæla handtöku hans. Navalní og bandamenn hans kölluðu eftir mótmælum í kjölfar þess að hann var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Þýskalands í sumar. 23. janúar 2021 10:57
Bandamenn Navalnís handteknir vegna mótmæla Bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, hafa verið handteknir vegna ætlana þeirra um að halda mótmæli vegna handtöku Navalnís víða um Rússland á morgun. Meðal þeirra eru þær Lyubov Sobol, og Kira Jarmísj, talskona Navalnís. 22. janúar 2021 12:42
Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. 18. janúar 2021 14:08
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent