Hirving Lozano kom Napoli yfir á upphafsmínútu leiksins en Federico Dimarco jafnaði fyrir Verona og staðan 1-1 í hálfleik.
Antonin Barak kom heimamönnum í Verona yfir á 62. mínútu og Mattia Zaccagni innsiglaði 3-1 sigur á 79. mínútu.
Verona er í 9. sæti deildarinnar með 30 stig en Napoli er í 6. sæti með 34 stig. Þetta var dýrkeypt tap fyrir Napoli sem hefði með sigri í dag getað komist upp í þriðja sæti deildarinnar.