„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Árni Jóhannsson skrifar 24. janúar 2021 22:25 Jón Arnór Stefánsson í baráttunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. „Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum