Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2021 23:10 Kim Kielsen forsætisráðherra í sal grænlenska þingsins í Nuuk. Erik Jensen stendur álengdar við vegginn. Vísir/EPA. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2: Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Eftir harðvítug átök innan Siumut-flokksins, stærsta flokks landsins, náði Erik Jensen að fella Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember með 39 atkvæðum gegn 32. Hann hugðist í framhaldinu láta kné fylgja kviði og ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. „Ég reikna fastlega með því að ég verði fljótlega formaður landsstjórnarinnar,“ sagði Erik Jensen í viðtali við grænlenska ríkisútvarpið KNR fyrr í mánuðinum. Erik Jensen felldi Kim Kielsen úr formennsku Siumut-flokksins fyrir tveimur mánuðum. Núna vill hann einnig verða formaður landsstjórnar Grænlands.Siumut/Skjáskot Hann flaug síðan frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokkana tvo um að hann tæki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Á föstudag greindi fréttamiðillinn Sermitsiaq frá því að Erik Jensen væri aftur farinn heim til Sisimiut án þess að nokkur niðurstaða hefði fengist. „Það eru engar afgerandi fréttir af viðræðunum. En ég get sagt að við höfum átt góða fundi, sem ég tel að við ættum að halda áfram þegar þingið kemur saman á ný,“ sagði Erik Jensen í viðtali við Sermitsiaq. KNR segir að þetta svar hans geti einnig þýtt að viðræðum um leiðtogaskipti innan landsstjórnarinnar verði ekki fram haldið. Það líti núna út fyrir að Kim Kielsen haldi áfram. Forystumenn hinna stjórnarflokkanna hafa ekkert tjáð sig um viðræðurnar. Þá hefur Kim Kielsen einnig hafnað viðtölum um stöðuna. Grænlenskir fjölmiðlar telja þó víst að hann hafi ekki í hyggju að standa sjálfviljugur upp úr forsætinu fyrir Erik Jensen. Kim Kielsen var í kastljósi heimsfjölmiðlanna sumarið 2019 þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, vildi kaupa Grænland. Hér má sjá svar hans í viðtali á Stöð 2:
Grænland Tengdar fréttir Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00