Erlent

Verður fyrsta konan til að gegna em­bætti for­sætis­ráð­herra Eistlands

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 43 ára Kaja Kallas átti sæti á Evrópuþinginu á árunum 2014 til 2018.
Hin 43 ára Kaja Kallas átti sæti á Evrópuþinginu á árunum 2014 til 2018. AP/Raul Mee

Samkomulag hefur náðst milli Umbótaflokksins og Miðflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Eistlandi. Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, mun taka við embætti forsætisráðherra og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu.

Greint var frá samkomulaginu í gær, en flokkarnir tveir munu vera með jafn marga ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Saman eru flokkarnir með öruggan meirihluta á þinginu, riigikogu.

„Hugsunin með samsetningu ríkisstjórnar minnar er að ná jafnvægi milli karla og kvenna og milli reynslu og nýrra nafna,“ sagði Kallas í gær.

Hin 43 ára Kallas fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að forsætisráðherrann Jüri Ratas, leiðrogi Miðflokksins, tilkynnti að stjórn hans færi frá fyrir um tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×