Tom Brady fær 65 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 13:16 Tom Brady fagnar sigri á Green Bay Packers í gær. AP/Morry Gash 65 milljónir fyrir eina góða kvöldstund. Tom Brady fagnaði ekki bara sigri á Green Bay Packers í nótt heldur einnig veglegri bónusgreiðslu inn á bankareikninginn sinn. Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum. NFL Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum.
NFL Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira