Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 11:28 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn minnir fólk á að fara í sýnatöku við minnstu einkenni Covid-19. Almannavarnir Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, á upplýsingafundi í dag. Hann sagði stöðuna í faraldrinum góða. Það mætti þakka aðgerðum sem gripið hefur til sem og samstöðu almennings. Rögnvaldur sagði hins vegar að það þyrfti að standa vörð um þennan góða árangur þar sem það hefði sýnt sig að hlutirnir gætu breyst hratt. Hann sagði því almannavarnir og sóttvarnayfirvöld hugsi yfir því að færri væru að mæta til sýnatöku þessa dagana en verið hefur. Áfram væri fólk því hvatt til að mæta í sýnatöku þótt það hefði mjög lítil einkenni. „Við höfum því miður nýleg dæmi um að fólk hafi verið á ferðinni í sínum daglegu störfum á meðan það er með einkenni,“ sagði Rögnvaldur. Þá væru jafnframt vísbendingar um að fólk væri að slaka meira á en yfirvöldum þætti tilefni til; fólk væri meira að hittast og í stærri hópum. Minnti Rögnvaldur á að áfram þyrfti að fara varlega og forðast óþarf hópamyndanir. Hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, tók undir að mikilvægt væri að hvetja alla til þess að fara í sýnatöku. Þá þyrfti fólk að halda sig heima þar til niðurstaða úr sýnatökunni lægi fyrir. Alma Möller, landalæknir, minnti af þessu tilefni á upphafseinkenni Covid-19 sem geta verið mismunandi hjá fólki en eru eftirfarandi: hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta, slappleiki, særindi í hálsi, skyndileg breyting á bragð- og lyktarskyni, kvefeinkenni og einkenni frá meltingarvegi, til dæmis niðurgangur. Fá innanlandssmit hafa greinst undanfarna daga en sóttvarnayfirvöld eru þó á varðbergi eins og sést á orðum þeirra varðandi sýnatökur. Aðspurð hvers vegna þau væru svo á varðbergi þrátt fyrir fá smit sagði Þórólfur reynsluna hafa sýnt að þegar smit væru fá geti komið bakslag. „Augljósasta ástæðan er að við erum hrædd um að fólk fari að slaka of mikið á og þá fáum við uppsveiflu í faraldurinn. Það getur gerst og læðst aftan að okkur,“ sagði Þórólfur. Þá sagði Alma að við værum reynslunni ríkari þar sem við vissum nú hvað lítið þurfti til að koma þriðju bylgjunni af stað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira