Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 105-58 | Breiðhyltingar niðurlægðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2021 20:46 KR - Þór Þorlákshöfn. Dominos deild karla, veturinn 2018-2019. Körfubolti. vísir/bára Þór Þorlákshöfn vann í kvöld stórsigur á ÍR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn, lokatölur 105-58. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn, en gestirnir sáu aldrei til sólar eftir það. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, en sókn ÍR-inga gekk á tímum mjög brösulega og var á tímum hálf vandræðaleg. Þórsarar náðu forystunni snemma og settu niður hvern þristinn á fætur öðrum. Sama er ekki hægt að segja um gestina, en skotnýting þeirra var ekki uppá marga fiska. Staðan að 1.leikhluta loknum 32-27 heimamönnum í vil. Strákarnir frá Þorlákshöfn hertu svo takið í öðrum leikhluta og juku forskotið fljótt í 11 stig, en þá tók við kafli í leiknum þar sem á báðum liðum gekk illa að skora og ÍR-ingar sjálfum sér verstir að nýta ekki tækifærið til að minka muninn á meðan að Þórsarar gátu ekki skorað. Það voru þó heimamenn sem réttu sig af og juku forskotið enn frekar. Staðan í hálfleik 57-37 þar sem að ÍR-ingar skoruðu einungis 10 stig. Þegar liðin komu aftur til leiks eftir hálfleikinn var það sama uppá teningnum. Heimamenn juku forskotið og voru miklu ákveðnari aðilinn. Skotnýting ÍR-inga var afleit og heimamenn gengu á lagið. Þegar 3.leikhluta lauk var lokið var munurinn orðinn 32 stig og fjallið óklífanlegt. Lokaleikhlutinn var svo bara formsatriði fyrir heimamenn. Bæði lið stilltu upp ungu liði til að klára leikinn og það var æfingaleiksbragur yfir seinustu mínútunum. Að lokum fór það svo að Þór Þorlákshöfn kláraði leikinn 105-58. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Heimamenn voru miklu sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Nokkuð jafnræði var með liðunum í 1.leikhluta, en eftir það tóku þeir öll völd. ÍR-ingar skoruðu 27 stig í 1.leikhluta en samtals 31 stig í öllum hinum til samans. Gestirnir virtust þreyttir og Þórsarar nýttu sér það. Hvað gekk illa? Það væri mun fljótlegra að telja upp þá örfáu hluti sem gengu vel hjá ÍR hér í kvöld. Skotnýting þeirra var ekki til útflutnings og menn virtust þreyttir og pirraðir. Það er þétt prógram þessa dagana í Dominos-deildinni og því ekki ólíklegt að menn hafi einfaldlega bara verið þreyttir og pirraðir. Hvað gerist næst? Þórsarar fara í Vesturbæinn á fimmtudaginn þar sem að KR bíður þeirra. KR-ingar hafa unnið tvo og tapað tveim eins og Þór fyrir þennan leik. Það má því búast við hörkuviðureign þar. ÍR-ingar fá Hauka í heimsókn í Breiðholtið. Eftir rassskellingu eins og þessa sem átti sér stað hér í kvöld þá hljóta þeir að mæta hungraðir í þann leik og staðráðnir í að bæta fyrir þessa framistöðu. Lárus Jónsson: Þetta er fyrsti leikurinn þar sem að við spilum vel saman sem lið bæði vörn og sókn. Himinlifandi Lárus „Ég er gríðarlega ánægður með vörnina í þrjá leikhluta, við höldum ÍR bara í kringum 10 stig eftir 1.leikhluta. fyrst og fremst rosalega ánægður með vörnina,“ sagði Lárus Jónsson, kátur eftir stórsigur kvöldsins. „Við erum búnir að spila töluvert góðan sóknarleik á móti Stjörnunni, einn góðan varnarleikhluta á móti Grindavík og allt í lagi vörn allan leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem að við spilum vel saman sem lið bæði vörn og sókn.“ Það er mikil leikjaálag þessa dagana og Lárus viðurkenndi að það hefði líklega haft áhrif á mótherja sína í dag. „Við kannski vorum aðeins ferskari og þetta kannski á eftir að gerast þegar það er spilað svona þétt. Við kannski lendum á ÍR þar sem að þeir eiga ekki sinn besta dag, eru kannski bara þreyttir á löppunum og aðeins lúnir, þá er kannski erfitt að gíra sig upp og komast inn í leikinn ef þeir lenda mikið undir,“ sagði Lárus og bætti við: „Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það eigi eftir að verða nokkrir svona leikir af því að það er spilað svona þétt.“ Þór Þorlákshöfn á leik á fimmtudaginn gegn KR og Lárus talaði aðeins um það verkefni. „Ég held að það verði mjög skemmtilegur leikur og ég hvet alla til að horfa á þann leik, þetta eru tvö rosalega hröð lið og bæði lið skjóta mikið af þriggja stiga skotum og spila hraðan bolta og við fáum að glíma við Ty Sabin sem er náttúrulega ótrúlegur leikmaður þannig að ég bara hlakka til,“ sagði Lárus Jónsson eftir stórsigur kvöldsins. Borche Ilievski Sansa: Ég gat ekki ímyndað mér þetta í minni verstu martröð Svekktur Borche „Þetta eru augljóslega mikil vonbrigði, ég gat ekki ímyndað mér þetta í minni verstu martröð,“ sagði Borche, þjálfari ÍR eftir tapið í kvöld. „Við áttum ekkert betra skilið, við vorum þreyttir og hægir og nálgunin okkar á leikinn var slæm. Við leyfðum Þorlákshöfn að spila sinn leik, þeir voru að skora úr sínum þriggja stiga skotum og spiluðu sem lið á meðan að við vorum að reyna mjög erfið skot sem bjuggu til hraðaupphlaup fyrir þá. Við gerðum leikinn mjög auðveldan fyrir Þorlákshöfn með okkar slæma leik. Til hamingju Þorlákshöfn, mjög sterkur sigur en þetta þarf að vera lexía fyrir mína stráka.“ Borche talaði um spennandi leik fyrir leik og það leit þannig út í fyrsta leikhluta. „Ég bjóst við að við myndum gefa eftir 1.leikhluta, þá væri upphitun búin og við getum keyrt á þá, en við vorum týndir í 2.leikhluta og hlutirnir gengu svo líka illa í byrjun 3.leikhluta en við reyndum að peppa okkur áfram en ekkert gekk. Strákarnir voru að klikka á opnum skotum, ekki bara í kvöld, heldur líka í seinasta leik á Akureyri og við höfum ekki efni á því.“ Borche talaði svo líka um leikjaálagið í deildinni. „Ég held að það sé þreyta í mönnum, en það er eins hjá öllum liðum. Ég hef alltaf sagt að ef að við erum að tapa leikjum, þá þurfum við að tapa með sæmd, en ekki svona. Eftir svona leik er ég að búast við einhverskonar viðbrögðum frá strákunum í næsta leik. Við þurfum að ræða þennan leik, horfa á hann saman og skoða hvað þarf að bæta, þetta var ekki gott og ég bið stuðningsmenn ÍR afsökunar, það er ekki gott að vera stuðningsmaður ÍR í kvöld.“ Borche ræddi svo stuttlega um næsta leik gegn Haukum. „Strákarnir verða að vera hungraðir eftir svona frammistöðu, ég þekki enga aðra formúlu að velgengni. Við verðum að mæta í Seljaskóla og leggja okkur alla fram og gott hugarfar og vinna þann leik.“ Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR
Þór Þorlákshöfn vann í kvöld stórsigur á ÍR í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn, lokatölur 105-58. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn, en gestirnir sáu aldrei til sólar eftir það. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum, en sókn ÍR-inga gekk á tímum mjög brösulega og var á tímum hálf vandræðaleg. Þórsarar náðu forystunni snemma og settu niður hvern þristinn á fætur öðrum. Sama er ekki hægt að segja um gestina, en skotnýting þeirra var ekki uppá marga fiska. Staðan að 1.leikhluta loknum 32-27 heimamönnum í vil. Strákarnir frá Þorlákshöfn hertu svo takið í öðrum leikhluta og juku forskotið fljótt í 11 stig, en þá tók við kafli í leiknum þar sem á báðum liðum gekk illa að skora og ÍR-ingar sjálfum sér verstir að nýta ekki tækifærið til að minka muninn á meðan að Þórsarar gátu ekki skorað. Það voru þó heimamenn sem réttu sig af og juku forskotið enn frekar. Staðan í hálfleik 57-37 þar sem að ÍR-ingar skoruðu einungis 10 stig. Þegar liðin komu aftur til leiks eftir hálfleikinn var það sama uppá teningnum. Heimamenn juku forskotið og voru miklu ákveðnari aðilinn. Skotnýting ÍR-inga var afleit og heimamenn gengu á lagið. Þegar 3.leikhluta lauk var lokið var munurinn orðinn 32 stig og fjallið óklífanlegt. Lokaleikhlutinn var svo bara formsatriði fyrir heimamenn. Bæði lið stilltu upp ungu liði til að klára leikinn og það var æfingaleiksbragur yfir seinustu mínútunum. Að lokum fór það svo að Þór Þorlákshöfn kláraði leikinn 105-58. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Heimamenn voru miklu sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Nokkuð jafnræði var með liðunum í 1.leikhluta, en eftir það tóku þeir öll völd. ÍR-ingar skoruðu 27 stig í 1.leikhluta en samtals 31 stig í öllum hinum til samans. Gestirnir virtust þreyttir og Þórsarar nýttu sér það. Hvað gekk illa? Það væri mun fljótlegra að telja upp þá örfáu hluti sem gengu vel hjá ÍR hér í kvöld. Skotnýting þeirra var ekki til útflutnings og menn virtust þreyttir og pirraðir. Það er þétt prógram þessa dagana í Dominos-deildinni og því ekki ólíklegt að menn hafi einfaldlega bara verið þreyttir og pirraðir. Hvað gerist næst? Þórsarar fara í Vesturbæinn á fimmtudaginn þar sem að KR bíður þeirra. KR-ingar hafa unnið tvo og tapað tveim eins og Þór fyrir þennan leik. Það má því búast við hörkuviðureign þar. ÍR-ingar fá Hauka í heimsókn í Breiðholtið. Eftir rassskellingu eins og þessa sem átti sér stað hér í kvöld þá hljóta þeir að mæta hungraðir í þann leik og staðráðnir í að bæta fyrir þessa framistöðu. Lárus Jónsson: Þetta er fyrsti leikurinn þar sem að við spilum vel saman sem lið bæði vörn og sókn. Himinlifandi Lárus „Ég er gríðarlega ánægður með vörnina í þrjá leikhluta, við höldum ÍR bara í kringum 10 stig eftir 1.leikhluta. fyrst og fremst rosalega ánægður með vörnina,“ sagði Lárus Jónsson, kátur eftir stórsigur kvöldsins. „Við erum búnir að spila töluvert góðan sóknarleik á móti Stjörnunni, einn góðan varnarleikhluta á móti Grindavík og allt í lagi vörn allan leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem að við spilum vel saman sem lið bæði vörn og sókn.“ Það er mikil leikjaálag þessa dagana og Lárus viðurkenndi að það hefði líklega haft áhrif á mótherja sína í dag. „Við kannski vorum aðeins ferskari og þetta kannski á eftir að gerast þegar það er spilað svona þétt. Við kannski lendum á ÍR þar sem að þeir eiga ekki sinn besta dag, eru kannski bara þreyttir á löppunum og aðeins lúnir, þá er kannski erfitt að gíra sig upp og komast inn í leikinn ef þeir lenda mikið undir,“ sagði Lárus og bætti við: „Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það eigi eftir að verða nokkrir svona leikir af því að það er spilað svona þétt.“ Þór Þorlákshöfn á leik á fimmtudaginn gegn KR og Lárus talaði aðeins um það verkefni. „Ég held að það verði mjög skemmtilegur leikur og ég hvet alla til að horfa á þann leik, þetta eru tvö rosalega hröð lið og bæði lið skjóta mikið af þriggja stiga skotum og spila hraðan bolta og við fáum að glíma við Ty Sabin sem er náttúrulega ótrúlegur leikmaður þannig að ég bara hlakka til,“ sagði Lárus Jónsson eftir stórsigur kvöldsins. Borche Ilievski Sansa: Ég gat ekki ímyndað mér þetta í minni verstu martröð Svekktur Borche „Þetta eru augljóslega mikil vonbrigði, ég gat ekki ímyndað mér þetta í minni verstu martröð,“ sagði Borche, þjálfari ÍR eftir tapið í kvöld. „Við áttum ekkert betra skilið, við vorum þreyttir og hægir og nálgunin okkar á leikinn var slæm. Við leyfðum Þorlákshöfn að spila sinn leik, þeir voru að skora úr sínum þriggja stiga skotum og spiluðu sem lið á meðan að við vorum að reyna mjög erfið skot sem bjuggu til hraðaupphlaup fyrir þá. Við gerðum leikinn mjög auðveldan fyrir Þorlákshöfn með okkar slæma leik. Til hamingju Þorlákshöfn, mjög sterkur sigur en þetta þarf að vera lexía fyrir mína stráka.“ Borche talaði um spennandi leik fyrir leik og það leit þannig út í fyrsta leikhluta. „Ég bjóst við að við myndum gefa eftir 1.leikhluta, þá væri upphitun búin og við getum keyrt á þá, en við vorum týndir í 2.leikhluta og hlutirnir gengu svo líka illa í byrjun 3.leikhluta en við reyndum að peppa okkur áfram en ekkert gekk. Strákarnir voru að klikka á opnum skotum, ekki bara í kvöld, heldur líka í seinasta leik á Akureyri og við höfum ekki efni á því.“ Borche talaði svo líka um leikjaálagið í deildinni. „Ég held að það sé þreyta í mönnum, en það er eins hjá öllum liðum. Ég hef alltaf sagt að ef að við erum að tapa leikjum, þá þurfum við að tapa með sæmd, en ekki svona. Eftir svona leik er ég að búast við einhverskonar viðbrögðum frá strákunum í næsta leik. Við þurfum að ræða þennan leik, horfa á hann saman og skoða hvað þarf að bæta, þetta var ekki gott og ég bið stuðningsmenn ÍR afsökunar, það er ekki gott að vera stuðningsmaður ÍR í kvöld.“ Borche ræddi svo stuttlega um næsta leik gegn Haukum. „Strákarnir verða að vera hungraðir eftir svona frammistöðu, ég þekki enga aðra formúlu að velgengni. Við verðum að mæta í Seljaskóla og leggja okkur alla fram og gott hugarfar og vinna þann leik.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti