Íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 20:14 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið er sagt íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins eftir að AstraZeneca greindi frá töfum í framleiðslu á föstudag. Búist var við hundrað milljónum skammta til aðildarríkja á fyrsta ársfjórðungi, en útlit er fyrir að aðeins helmingur þess skili sér á þeim tíma. The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15