Jarvelainen fékk óíþróttamannslega villu í upphafi seinni hálfleiks fyrir að stöðva hraðaupphlaup. Um miðjan 3. leikhluta, í stöðunni 58-50 fyrir Keflavík, fékk hann svo tæknivillu og þar með var þátttöku hans í leiknum lokið.
„Ég heyrði að hann hafi sagt að Milka væri smábarn,“ sagði Jón Halldór í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.
„Þetta var besti leikmaður Grindavíkur í þessum leik. Þú sem dómari, ertu að pikka þetta upp? í alvöru talað,“ bætti Jón Halldór.
Jarvelainen hafði verið mjög öflugur í liði Grindavíkur og var kominn með 21 stig þegar honum var hent út úr húsi.
Án hans áttu Grindvíkingar ekki mikla möguleika og enduðu á að tapa leiknum, 94-67. Þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu.

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.