Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 10:30 Elísabet Ólafsdóttir hefur miklar áhyggjur af notkun barna á heimi smáforrita. Elísabet Ólafsdóttir grunnskólakennari á yngsta stigi og móðir tveggja barna í grunnskóla hefur verulegar áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun barna og segir foreldra þurfa að átta sig á hættunni sem fylgir þessu miðlum. Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti
Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira