Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 10:30 Elísabet Ólafsdóttir hefur miklar áhyggjur af notkun barna á heimi smáforrita. Elísabet Ólafsdóttir grunnskólakennari á yngsta stigi og móðir tveggja barna í grunnskóla hefur verulegar áhyggjur af samfélagsmiðlanotkun barna og segir foreldra þurfa að átta sig á hættunni sem fylgir þessu miðlum. Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Með ári hverju eykst félagslegur þrýstingur á börn niður í 6 ára að fá sér TikTok og segir hún að börn eigi alls ekki heima á þessum miðlum og foreldrar þurfi að standa saman og virða aldurstakmörk. Eva Laufey Kjaran ræddi við Elísabetu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Allir eru með þetta, ég verð að fá þetta segja börnin. Og í einhverri bugun, við að vinna allt of mikið og ég er sko að kasta grjóti úr glerhúsi því það er oft bara, viltu gefa mér klukkutíma svo ég geti eldað matinn, já þú mátt fá þetta,“ segir Elísabet og bætir við að vandamál foreldra nú til dags vera þreyta, mikil vinna og lítill tími til þess að fara vel yfir það sem börnin eru að skoða á netinu og ekki mikil þekking á þessum smáforritum sem í gangi eru. Hættuleg einkaherbergi „Við erum í rauninni að bera börnin okkar á borð fyrir heiminn og við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hættunum. Þarna eru einkaherbergi og þarna hefur stráknum mínum oft verið boðið í einkaherbergi. Hann er spurður hvort hann sé strákur eða stelpa og þegar hann svarar strákur fer gaurinn út úr þessu einkaherbergi. Það má segja að stelpur séu í rauninni í hættu þarna inni.“ Tik Tik er gríðarlega vinsælt app meðal barna. Elísabet segir að tólf ára barn hafi fyrirfarið sér í mynd á miðlinum. „Það var gert til að taka þátt í sjálfsmorðsáskorun og þarna er allskonar eins og höfuðkúpubrotsáskorun. Þetta sjáum við ekkert og við sjáum bara þessa dansa og börnin okkar eru voðalega flink að dansa. Einbeitingin er enginn því þú þarft að læra eitthvað í þrjár sekúndur og því að sitja í kennslustund verður erfiðara og erfiðara. Nú erum við að útskrifa úr grunnskóla krakka sem kunna ekki að lesa.“ Skemma hæfileikann til að einbeita sér Elísabet segir að kennslan hafi ekkert breyst en það sem hafi breyst er að börnin eru með tæki í vasanum sem er að titra. „Þessi aldur er svo kraftmikill en þessi litlu tæki eru algjörlega að skemma hæfileikann til að einbeita sér og slaka á.“ Sjálfsvígsáskoranir ganga á TikTok og Snapchat er notað sem vopn í eineltismálum. Slík mál hafa komið upp hér á landi og segir Elísabet það stórt vandamál á meðal íslenskra barna. „Málið er að skilaboðin hverfa. Þú nærð í hvern sem er en skilaboðin hverfa. Það er rosalega erfitt að sanna einelti og halda áfram með það. Snapchat á ekki að vera á símum barna,“ segir Elísabet en hér að neðan má sjá brot í þætti gærkvöldsins. Klippa: Hættuleg einkaherbergi, sjálfsmorðsáskoranir og einelti
Samfélagsmiðlar TikTok Ísland í dag Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira