Sænska blaðið Dagens Nyheter segir frá þessu. Flöskur Pfizer hafa til þessa verið fylltar með efni þannig að öruggt sé að hægt sé að blanda úr því rúmlega fimm skammta. Í ljós hefur komið að ef notast er við ákveðna gerð nála er hins vegar hægt að ná nægu magni úr flöskunum til að tryggja sjötta skammtinn.
Richard Bergström, sem á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar ESB og hefur umsjón með dreifingu bóluefna frá Svíþjóð til Íslands og Noregs, segir í samtali við DN, að hærri reikningar frá Pfizer séu óásættanlegir. „Ef land er bara með möguleika á að ná fimm skömmtum, hafa fengist færri skammtar fyrir sama verð.“
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni nú ekki greiða reikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hefur náðst í deilunni. SVT hefur ekki náð í fulltrúa Pfizer vegna málsins.
Bólusetning með bóluefni Pfizer hófst á Íslandi þann 29. desember. Íslensk stjórnvöld hafa náð samningum við Pfizer um 250 þúsund skammta sem duga fyrir um 125 þúsund einstaklinga.