Mistök ástæða vatnstjóns í Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 14:55 Starfsfólk HÍ þurfti að taka á honum stóra sínum eftir lekann. Vísir/Egill Veitur segja að mistök hafi verið gerðar við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins við Suðurgötu sem olli því að stofnlögn vatns fór í sundur þannig að vatn flæddi inn í byggingar Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum sem viðurkenna mistök og segjast líta atvikið alvarlegum augum. Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, segir að verið sé að endurnýja stofnlögnina. Veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, var rofinn of snemma í verkinu. „Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum,“ segir Gestur. Það var um eitt leytið aðfaranótt 21. janúar sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Um er að ræða niðurstöðu greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. Gestur segir að Veitur séu með frjálsa ábyrgðatryggingu og tryggingarfélagi Veitna hafi verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga. Einnig hafi verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum. Starfsfólk Háskóla Íslands vann hörðum höndum að því að dæla vatni út úr byggingum skólans.Vísir/Egill „Þegar tjón verður og skera þarf úr um bótaábyrgð er það á verksviði tryggingarfélaga, ekki Veitna. Það mat liggur ekki fyrir á þessari stundu. Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma,“ segir Gestur framkvæmdastjóri í tilkynningu. Skólastarf í Háskóla Íslands hefur raskast nokkuð vegna atviksins. Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13 „Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna, segir að verið sé að endurnýja stofnlögnina. Veggur lokahúss, sem styður við stofnlögnina, var rofinn of snemma í verkinu. „Þar sem enn var þrýstingur á lögninni fór hún í sundur á samskeytum með þessum afleiðingum,“ segir Gestur. Það var um eitt leytið aðfaranótt 21. janúar sem Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að vatn flæddi inn í skólann. Ríflega tvö þúsund tonn af vatni flæddu þá um fimm byggingar skólans. Sjötíu og fimm mínútur tók að stöðva rennslið úr lögninni. Um er að ræða niðurstöðu greiningar starfsfólks Veitna á atvikinu. Gestur segir að Veitur séu með frjálsa ábyrgðatryggingu og tryggingarfélagi Veitna hafi verið kynntar bráðabirgðaniðurstöður greininga. Einnig hafi verið fundað með forsvarsfólki Háskóla Íslands og öðrum hagaðilum. Starfsfólk Háskóla Íslands vann hörðum höndum að því að dæla vatni út úr byggingum skólans.Vísir/Egill „Þegar tjón verður og skera þarf úr um bótaábyrgð er það á verksviði tryggingarfélaga, ekki Veitna. Það mat liggur ekki fyrir á þessari stundu. Veitum þykir miður að mistökin hafi valdið þessu tjóni og raskað starfi Háskólans. Fyrirtækið hefur boðið fram aðstoð til að tjónið og truflun á skólastarfi verði sem minnst. Atvikið er litið alvarlegum augum innan Veitna og er þegar hafin rýni á verklagi og samskiptum allra sem að framkvæmdum á vegum fyrirtækisins koma,“ segir Gestur framkvæmdastjóri í tilkynningu. Skólastarf í Háskóla Íslands hefur raskast nokkuð vegna atviksins.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vatnsleki í Háskóla Íslands Tengdar fréttir Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13 „Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Starfsemi getur hafist í Gimli á morgun Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja hefðbundna starfsemi í Gimli, byggingu Háskóla Íslands, á nýjan leik á morgun eftir að heilmikið tjón varð á byggingum háskólans af völdum vatnslekans í síðustu viku. 24. janúar 2021 19:13
„Við máttum ekki alveg við þessu“ Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. 22. janúar 2021 21:00
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08