Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 23:24 Sanofi hyggst framleiða hundrað milljón skammta fyrir Pfizer. Getty Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10