Skoðun

Fögnum al­þjóð­legum per­sónu­verndar­degi!

Helga Þórisdóttir skrifar

Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur haldinn hátíðlegur víða um heim. Á slíkum tímamótum er vert að minnast þess að 40 ár eru liðin frá því að fyrsti alþjóðlegi samningurinn um persónuverndarmálefni var undirritaður - Evrópuráðssamningurinn um vernd einstaklinga vegna vélrænnar vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess fagnar Persónuvernd nú 20 ára starfsafmæli.

Alger umbylting hefur orðið á vinnslu persónuupplýsinga undanfarin ár - allt hagkerfið byggir í dag á vinnslu slíkra upplýsinga og þær eru grundvöllur nær allrar þjónustu.

Ísland á sæti í Evrópska persónuverndarráðinu í gegnum EES-samninginn og í tilefni dagsins sendir ráðið eftirfarandi skilaboð:

Skilaboð frá Evrópska persónuverndarráðinu

Í nútímaþjóðfélagi eru persónuupplýsingarnar þínar orðnar að verðmæti í augum marga. Þegar þú notar farsímann þinn, líkar við færslu á samfélagsmiðlum og vafrar um Netið deilir þú upplýsingum um þig með hverjum smelli. Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér og því áttu rétt á að vita hvert þær fara og í hvaða tilgangi þær eru notaðar.

Þar sem persónuvernd telst til grundvallarmannréttinda í Evrópu höfum við eina öflugustu löggjöf á þessu sviði í heiminum, almennu persónuverndarreglugerðina. Öll löndin hafa sína eigin sjálfstæðu persónuverndarstofnun sem hefur eftirlit með framkvæmd persónuverndarreglugerðarinnar. Stofnanir ESB hafa einnig sinn eigin eftirlitsaðila, Evrópsku persónuverndarstofnunina. Saman myndum við Evrópska persónuverndarráðið (EDPB). EDPB er einstakt, þar sem það samanstendur af 31 aðila, sumir stórir og aðrir smáir, sem allir hafa jafna rödd og áhrif. Saman tryggjum við að persónuvernd stoppi ekki við landamæri okkar og að allir einstaklingar njóti sömu verndar, óháð því hvar í Evrópu þeir eru búsettir.

Við hjá EDPB óskum ykkur gleðilegs og öruggs persónuverndardags!

Höfundur er forstjóri Persónuverndar.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×