Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2021 21:00 Kristinn Bjarnason, 66 ára smiður, er að ljúka endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19. Vísir/Arnar Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira
Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Sjá meira