Í dag mátu ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar það svo að brjóta þyrfti sylluna niður, moka í burtu snjó og slétta svæðið til að koma í veg fyrir flóð. Byrjað var að létta á stöðunni síðdegis og gert er ráð fyrir að unnið verði á svæðinu fram á nótt.
Í myndbandinu hér fyrir neðan, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2, má sjá sylluna brotna niður með vinnuvélum síðdegis í dag. Myndirnar tók Ingvar D. Jóhannesson.