Johnson fer til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 23:15 Boris Johnson mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Skotlands. Nicola Sturgeon hefur gagnrýnt ákvörðun hans um að ferðast og segir það slæmt fordæmi vegna faraldursins. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið. Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35
Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24