Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Blikar fagna eftir sigurinn á Valskonum á Hlíðarenda í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira