Sóknarfæri í sjálfbærni á Íslandi Bjarni Herrera og Benoit Cheron skrifa 28. janúar 2021 12:31 KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun