450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 12:27 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á fundi dagsins. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag þar sem hann fór yfir tölfræði tengda sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum. Þórólfur sagði að talsverð umræða hefði verið undanfarið um þessar aðgerðir en þeim væri ætlað að lágmarka áhættuna af því að veiran gæti borist hingað til lands. „Ýmsum hafa þótt aðgerðirnar of harðar, öðrum of linar og sumum þótt þær skila litlu. En ef við skoðum betur hverju aðgerðirnar hafa raunverulega skilað þá er rétt að minna á að val um fjórtán daga sóttkví eða tvöfalda skimun hefur verið við lýði frá 19. ágúst á síðasta ári,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að frá þeim tíma hefðu rúmlega 56 þúsund fullorðnir farþegar komið til landsins og um 3.800 börn. Af þessum fjölda hefðu um 54 þúsund manns farið að minnsta kosti í fyrri skimunina og af þeim svo 52 þúsund í seinni skimunina. Eitt prósent greinst með virkt smit „Af þessum 54 þúsund manns hafa 590 greinst með virkt smita eða eitt prósent í heildina,“ sagði Þórólfur. 75 prósent hefðu greinst í fyrri skimun og 25 prósent í seinni skimun. „Ef skoðaður er fjöldi afbrigða veirunnar eða svokallaðar hapló-týpur sem greinst hafa á landamærunum frá 15. júní síðastliðnum þá hafa greinst alls um 450 mismunandi afbrigði veirunnar en á sama tíma einungis þrettán afbrigði innanlands.“ Hin svokölluðu grænu og bláu afbrigði veirunnar hafa greinst langmest; hið fyrrnefnda bar uppi bylgju tvö og hið síðarnefnda bylgju þrjú. Þórólfur sagði önnur afbrigði hafa greinst í mun minna mæli. Þá minnti hann á að hingað hefði tekist að hefta útbreiðslu hins svokallað breska afbrigðis sem valdið hefur miklum vandræðum í löndunum í kringum okkur. 48 hafa greinst með afbrigðið við landamæraskimun og átta manns innanlands en þeir voru allir í nánum tengslum við einstaklinga sem greindust fyrst á landamærunum. Að öðru leyti hefði afbrigðið ekki náð útbreiðslu í samfélaginu. „Þannig vil ég fullyrða að aðgerðir okkar á landamærum hafa verið mjög áhrifaríkar til að halda faraldrinum í skefjum hér á landi og það er athyglisvert að skoða það í ljósi þess að nú eru nágrannaþjóðir okkar flestar hverjar að leggja áherslu á svipaðar aðgerðir á sínum landamærum,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira