Nýliðarnir halda áfram að koma á óvart og Keflvíkingar óstöðvandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 16:00 Daniela Morillo var með þrefalda tvennu þegar Keflavík vann KR. vísir/hulda margrét Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina. Keflavík og nýliðar Fjölnis eru jafnir að stigum á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó leikið tveimur leikjum færri en Fjölniskonur og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Auk Keflavíkur og Fjölnis unnu Valur og Haukar leiki sína í gær. Klippa: Domino's deild kvenna 27. janúar Íslandsmeistarar Vals unnu sinn þriðja heimaleik í röð þegar þeir sigruðu Breiðablik, 88-78. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig fyrir Valskonur og Hildur Björg Kjartansdóttir var með tuttugu stig og tólf fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jessica Lorea skoraði átján stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva sautján. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði KR í DHL-höllinni, 87-104. Daniela Morillo var með þrefalda tvennu hjá gestunum, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hún stal boltanum auk þess sjö sinnum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Annika Holopainen var langatkvæðamest hjá KR með 34 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar. KR-ingar eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki þegar Haukar unnu bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi, 59-65. Þetta var annar sigur Hauka í röð en þriðja tap Borgnesinga í röð. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Alyesha Lovett skoraði 21 stig og tók nítján fráköst í liði Hauka. Keira Robinson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford 22. Þá gerði Fjölnir góða ferð í Hólminn og vann Snæfell, 66-74. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í röð. Ariel Hearn dró vagninn fyrir Fjölni, skoraði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell sem er í 6. sæti deildarinnar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Gaupa um leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Keflavík ÍF Fjölnir Tengdar fréttir Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47 Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54 Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Keflavík og nýliðar Fjölnis eru jafnir að stigum á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó leikið tveimur leikjum færri en Fjölniskonur og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Auk Keflavíkur og Fjölnis unnu Valur og Haukar leiki sína í gær. Klippa: Domino's deild kvenna 27. janúar Íslandsmeistarar Vals unnu sinn þriðja heimaleik í röð þegar þeir sigruðu Breiðablik, 88-78. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig fyrir Valskonur og Hildur Björg Kjartansdóttir var með tuttugu stig og tólf fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jessica Lorea skoraði átján stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva sautján. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði KR í DHL-höllinni, 87-104. Daniela Morillo var með þrefalda tvennu hjá gestunum, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hún stal boltanum auk þess sjö sinnum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Annika Holopainen var langatkvæðamest hjá KR með 34 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar. KR-ingar eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki þegar Haukar unnu bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi, 59-65. Þetta var annar sigur Hauka í röð en þriðja tap Borgnesinga í röð. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Alyesha Lovett skoraði 21 stig og tók nítján fráköst í liði Hauka. Keira Robinson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford 22. Þá gerði Fjölnir góða ferð í Hólminn og vann Snæfell, 66-74. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í röð. Ariel Hearn dró vagninn fyrir Fjölni, skoraði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell sem er í 6. sæti deildarinnar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Gaupa um leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Keflavík ÍF Fjölnir Tengdar fréttir Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47 Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54 Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47
Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54
Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04