Nýliðarnir halda áfram að koma á óvart og Keflvíkingar óstöðvandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 16:00 Daniela Morillo var með þrefalda tvennu þegar Keflavík vann KR. vísir/hulda margrét Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikina. Keflavík og nýliðar Fjölnis eru jafnir að stigum á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó leikið tveimur leikjum færri en Fjölniskonur og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Auk Keflavíkur og Fjölnis unnu Valur og Haukar leiki sína í gær. Klippa: Domino's deild kvenna 27. janúar Íslandsmeistarar Vals unnu sinn þriðja heimaleik í röð þegar þeir sigruðu Breiðablik, 88-78. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig fyrir Valskonur og Hildur Björg Kjartansdóttir var með tuttugu stig og tólf fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jessica Lorea skoraði átján stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva sautján. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði KR í DHL-höllinni, 87-104. Daniela Morillo var með þrefalda tvennu hjá gestunum, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hún stal boltanum auk þess sjö sinnum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Annika Holopainen var langatkvæðamest hjá KR með 34 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar. KR-ingar eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki þegar Haukar unnu bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi, 59-65. Þetta var annar sigur Hauka í röð en þriðja tap Borgnesinga í röð. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Alyesha Lovett skoraði 21 stig og tók nítján fráköst í liði Hauka. Keira Robinson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford 22. Þá gerði Fjölnir góða ferð í Hólminn og vann Snæfell, 66-74. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í röð. Ariel Hearn dró vagninn fyrir Fjölni, skoraði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell sem er í 6. sæti deildarinnar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Gaupa um leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Keflavík ÍF Fjölnir Tengdar fréttir Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47 Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54 Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Keflavík og nýliðar Fjölnis eru jafnir að stigum á toppi deildarinnar. Keflvíkingar hafa þó leikið tveimur leikjum færri en Fjölniskonur og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Auk Keflavíkur og Fjölnis unnu Valur og Haukar leiki sína í gær. Klippa: Domino's deild kvenna 27. janúar Íslandsmeistarar Vals unnu sinn þriðja heimaleik í röð þegar þeir sigruðu Breiðablik, 88-78. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig fyrir Valskonur og Hildur Björg Kjartansdóttir var með tuttugu stig og tólf fráköst. Helena Sverrisdóttir skoraði sextán stig, tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jessica Lorea skoraði átján stig fyrir Breiðablik og Iva Georgieva sautján. Blikar hafa tapað tveimur leikjum í röð og eru í sjöunda og næstneðsta sæti deildarinnar. Keflavík vann öruggan sigur á botnliði KR í DHL-höllinni, 87-104. Daniela Morillo var með þrefalda tvennu hjá gestunum, skoraði 27 stig, tók sextán fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Hún stal boltanum auk þess sjö sinnum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 23 stig og tók átta fráköst. Annika Holopainen var langatkvæðamest hjá KR með 34 stig, þrettán fráköst og fimm stoðsendingar. KR-ingar eiga enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Sóknarleikurinn var ekki í aðalhlutverki þegar Haukar unnu bikarmeistara Skallagríms í Borgarnesi, 59-65. Þetta var annar sigur Hauka í röð en þriðja tap Borgnesinga í röð. Liðin eru í 4. og 5. sæti deildarinnar. Alyesha Lovett skoraði 21 stig og tók nítján fráköst í liði Hauka. Keira Robinson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford 22. Þá gerði Fjölnir góða ferð í Hólminn og vann Snæfell, 66-74. Þetta var þriðji sigur Fjölniskvenna í röð. Ariel Hearn dró vagninn fyrir Fjölni, skoraði þrjátíu stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Haiden Palmer og Anna Soffía Lárusdóttir skoruðu fimmtán stig hvor fyrir Snæfell sem er í 6. sæti deildarinnar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun Gaupa um leiki gærkvöldsins í Domino's deild kvenna.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Keflavík ÍF Fjölnir Tengdar fréttir Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47 Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54 Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Ívar: Körfubolti er auðveld íþrótt þegar þú hittir vel Breiðablik lét Val hafa fyrir hlutunum í kvöld er liðin mættust í Domino's deild kvenna. Breiðablik leiddi leikinn lengi vel og var betri aðilinn megin þorra leiksins. Reynsla og gæði Vals kom síðan í ljós og lönduðu þær tíu stiga sigri 88-78. 27. janúar 2021 22:47
Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. 27. janúar 2021 20:54
Enn vinnur Fjölnir Nýliðar Fjölnis unnu sjötta leikinn af átta mögulegum er þær höfðu betur gegn Snæfell, 74-66, í Stykkishólmi er liðin mættust í fyrsta leik kvöldsins í Domino’s deild kvenna. 27. janúar 2021 19:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 88-78 | Meistararnir sterkari er mest á reyndi Blikar leiddu lengst af gegn Val á útivelli en Valur var sterkari á lokakaflanum. 27. janúar 2021 22:04