Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 15:55 Alexei Navalní fylgdist með úr fangelsinu sem honum er haldið í. AP/Alexander Zemlianichenko Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Úrskurður áfrýjunardómstólsins felur í sér að Navalní verður áfram í fangelsi þar til í næstu viku þegar réttað verður yfir honum aftur vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn gömlum skilorðsdómi sínum. Verði hann fundinn sekur þar gæti hann verið sendur til fanganýlendu í Síberíu í allt að þrjú og hálft ár. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í síðustu viku og dæmdur í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Rannsaka einnig meintan fjárdrátt Navalnís Yfirvöld í Rússlandi opnuðu einnig í síðasta mánuði rannsókn gegn Navalní sem snýr að ásökunum um að hann hafi dregið sér fé úr andspillingarsamtökum sínum. Hámarksrefsing í því máli eru tíu ár í fangelsi, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var fluttur í dái til Þýskalands síðasta sumar eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Í lok desember var honum svo skipað að snúa aftur til Rússlands og var hann sakaður um að hafa brotið gegn skilorðsdómi, sem rann út um áramótin, með því að fara til Þýskalands. Sá dómur á rætur sínar að rekja til ársins 2014 þegar hann var dæmdur fyrir þjófnað. Navalní segist saklaus af þessum ásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Dómstólinn komst einnig að þeirri niðurstöðu árið 2017 að dómsmálið gegn Navalní væri ólögmætt og gerræðislegt. Bróðir og bandamenn handteknir Guardian segir að bróðir Navalnís, lögmaður hans og nokkrir af öðrum bandamönnum hans og aðstoðarmönnum hafi verið handteknir í gær og ákærðir vegna mótmælanna á þeim grundvelli að þau hafi brotið gegn sóttvarnarreglum. Hámarksrefsing fyrir þessi meintu brot þeirra eru þrjú ár í fangelsi. Olex Navalní hefur áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna sama máls og Navalní frá 2014 en þann dóm gegn bróður sínum kallaði Navalní á sínum tíma „gíslatöku“ Sjá einnig: Bandamenn Navalnís boða til frekari mótmæla og lögreglan framkvæmir húsleit Navalní fékk að fylgjast með því þegar niðurstaða áfrýjunardómstólsins var kveðin upp í dag í gegnum netið. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að verða sleppt úr haldi. Það virtist þó koma honum mjög á óvart þegar hann komst að því að bróðir sinn og aðrir hefðu verið handteknir. Lýsti hann handtökunum og málinu gegn sér sem lögleysu. Í stuttu ávarpi í dag lofaði Navalní þá sem tóku þátt í mótmælunum um síðustu helgi og sagði þá aðila síðustu varnarlínuna gegn spillingu í Rússlandi. Þá hvatti hann fólk til að horfa á myndband sem andspillingarsamtök hans birtu skömmu eftir að hann var handtekinn. Navalny s fiery final words before judge leaves for deliberation. Calls people who come out to protests true patriots of Russia and the barrier holding Russia from slipping into complete degradation. pic.twitter.com/8NQ28K2Ww5— Mary Ilyushina (@maryilyushina) January 28, 2021 Í því myndbandi sakar hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bandamenn hans um umfangsmikla spillingu og þjófnað. Hann segir sömuleiðis að Pútín hafi látið byggja höll fyrir sig við strendur Svartahafs en því neitar Pútín. Myndbandið hefur fengið mikla athygli og nálgast hundrað milljón áhorf á Youtube.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira