Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 22:00 Bráðabirgðaniðurstöður á þriðju fasa rannsókn Novavax á bóluefni framleiðandans gegn Covid-19 benda til að efnið veiti um 90 prósenta vörn gegn veirunni. EPA/JIM LO SCALZO Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47
Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45