Ísland flokkað sem grænt svæði hjá Sóttvarnastofnun Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2021 06:23 Eins og sést á þessu korti er Ísland eina landið í Evrópu sem flokkað er sem grænt. Eyjar á Eyjahafi sem tilheyra Grikklandi eru einu önnur svæðin sem flokkuð eru sem græn. Sóttvarnastofnun Evrópu Ísland hefur nú fengið grænan lit í litakóðunarkerfið Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Þann 13. nóvember síðastliðinn fékk landið appelsínugulan lit en hafði frá 15. október, þegar fyrsta litakóðunarkortið var gefið út, verið merkt rautt enda var þriðja bylgja faraldursins þá í hámarki hér. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er nýgengi innanlandssmita hér nú 8,2. Þá kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi í gær að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki sem fer í einkennasýnastöku er mjög lágt eða 0,1 prósent. Varðandi nýgengið er rétt að geta þess að Sóttvarnastofnunin aðskilur ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita líkt og gert er á covid.is og er nýgengið því merkt í 25,77 í töflu stofnunarinnar um nýgengi smita í löndum Evrópu. CORRECTION!#JustPublishedUpdated Vertical traffic light maps are online!These maps aim to support the @EUCouncil recommendation on a coordinated approach to the restriction of #FreeMovement during #COVID19 pandemic.Find more here: https://t.co/CcBVx6B0o5 pic.twitter.com/DilpCiO8mm— ECDC (@ECDC_EU) January 28, 2021 Langflest lönd Evrópu eru merkt með rauðum litakóða á korti Sóttvarnastofnunarinnar. Rautt þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni og eins og sést á kortinu er Bretland ekki inni í tölfræðinni en það er það ríki Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Einu grænu svæðin fyrir utan Ísland eru nokkrar eyjur í Eyjahafi undan strönd Grikklands, þar á meðal hinn vinsæli ferðamannastaður Krít. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þann 13. nóvember síðastliðinn fékk landið appelsínugulan lit en hafði frá 15. október, þegar fyrsta litakóðunarkortið var gefið út, verið merkt rautt enda var þriðja bylgja faraldursins þá í hámarki hér. Sóttvarnastofnunin er með þrjá litakóða fyrir það hvernig staðan er í Evrópulöndum varðandi faraldurinn. Land fær grænan lit ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir 4%. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er nýgengi innanlandssmita hér nú 8,2. Þá kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi í gær að hlutfall jákvæðra sýna hjá fólki sem fer í einkennasýnastöku er mjög lágt eða 0,1 prósent. Varðandi nýgengið er rétt að geta þess að Sóttvarnastofnunin aðskilur ekki nýgengi innanlandssmita og landamærasmita líkt og gert er á covid.is og er nýgengið því merkt í 25,77 í töflu stofnunarinnar um nýgengi smita í löndum Evrópu. CORRECTION!#JustPublishedUpdated Vertical traffic light maps are online!These maps aim to support the @EUCouncil recommendation on a coordinated approach to the restriction of #FreeMovement during #COVID19 pandemic.Find more here: https://t.co/CcBVx6B0o5 pic.twitter.com/DilpCiO8mm— ECDC (@ECDC_EU) January 28, 2021 Langflest lönd Evrópu eru merkt með rauðum litakóða á korti Sóttvarnastofnunarinnar. Rautt þýðir að nýgengi smita sé annað hvort 50 eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé 4% eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4% eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4%. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni og eins og sést á kortinu er Bretland ekki inni í tölfræðinni en það er það ríki Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Einu grænu svæðin fyrir utan Ísland eru nokkrar eyjur í Eyjahafi undan strönd Grikklands, þar á meðal hinn vinsæli ferðamannastaður Krít.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira