Spikfeit gulrót: Líf án veirunnar Unnþór Jónsson skrifar 29. janúar 2021 09:00 Varla líður sá dagur sem heilbrigðisyfirvöld eru ekki spurð út í næstu tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Í ljósi góðrar stöðu hér á landi samanborið við ástandið á meginlandi Evrópu er ekki nema von að fólk spyrji. Með þeim fyrirvara að ég hef ekki sérfræðiþekkingu á þessu sviði tel ég þó að verið sé að spyrja rangrar spurningar. Frekar ætti að spyrja hvers vegna ekki sé verið að stefna að útrýmingu veirunnar. Þá fyrst fengjum við alvöru tilslakanir. Reglulega hefur verið rætt um að lifa með veirunni á meðan hugmyndin um veirufrítt samfélag hefur aldrei átt upp á pallborðið. Þrátt fyrir það hafa mörg lönd ekki einungis stefnt að því heldur líka tekist það og uppskorið ríkulega fyrir vikið. Það eru enda fjölmargar góðar ástæður fyrir þeirri stefnu. Mér sýnast mótrökin fyrir útrýmingu veirunnar hérlendis hafa aðallega verið þrenns konar: Það sé óraunhæft, of íþyngjandi og efnahagslega óskynsamlegt. Skoðum þau aðeins betur auk annarra hugsanlegra mótbára gegn þeirri stefnu á þessum tímapunkti. Raunhæft Um leið og minnst er á veirufrítt samfélag er fólk fljótt að benda á að það sé óraunhæft. Sagt er að ef það myndi takast þyrfti að loka landamærunum til að koma í veg fyrir ný smit og jafnvel þá gæti veiran sloppið í gegn. Þær röksemdir hrynja hins vegar fljótt þegar litið er til þeirra mörgu landa sem hafa haft útrýmingu veirunnar sem sóttvarnastefnu og lifa svo gott sem án takmarkana. Oftast hefur verið vísað til Nýja-Sjálands í þeim efnum en einnig má t.d. nefna Taívan, Víetnam og Mongólíu. Þá má líka líta til Ástralíu sem þrátt fyrir hafa aldrei haft útrýmingu veirunnar sem yfirlýst markmið hefur það þó sannarlega fylgt þeirri stefnu í verki. Síðustu 11 daga hefur ekkert innanlandssmit verið staðfest þrátt fyrir að þar búi 25 milljónir manns og einhver fylki hafi glímt við samfélagssmit í desember og janúar. Það er því einfaldlega rangt að segja að veirufrítt samfélag sé óraunhæft þegar öðrum löndum hefur tekist það. Þrátt fyrir að öll þau lönd sem hafa útrýmt veirunni hafi fengið veiruna aftur inn í samfélagið er aðalatriðið það að þau hafa öll náð að útrýma henni á ný með snörum og markvissum aðgerðum. Þurfum ekki verulega íþyngjandi sóttvarnir Í október síðastliðnum, þegar faraldurinn var á mikilli siglingu á Íslandi, birti læknirinn Eric Topol graf á Twitter sem sýndi nýgengi smita á hverja milljón íbúa í Ástralíu, Víetnam, Japan, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Íslandi. Við grafið skrifaði hann: „Þessi lönd brutu Covid á bak aftur, hrukku aftur í sama farið en öll nema eitt sigruðust aftur á faraldrinum.“ Þar átt hann við Ísland sem eina landið sem ekki sigraðist ekki á faraldrinum. Í viðtali við Vísi benti Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á að aðgerðir í umræddum löndum hafi verið miklu, miklu harðari en á Íslandi en hann væri ekki viss hvort vilji væri fyrir því hér. Það er eflaust rétt metið að ekki sé vilji fyrir aðgerðum á borð við útgöngubanni, hvorki á Alþingi né hjá almenningi, en spyrja má hvort nokkur þörf sé á slíkum hörðum aðgerðum? Til að útrýma veirunni þarf einfaldlega að halda smitstuðlinum undir einum þar til smit hætta að greinast í ákveðið langan tíma. Við höfum ítrekað sýnt að það er hægt án verulega íþyngjandi takmarkana. Árangur síðustu vikna er dæmi um það auk þess sem okkur tókst líklega að útrýma veirunni síðasta sumar. Það er því ekkert lögmál að einungis sé hægt að útrýma veirunni með útgöngubanni eða álíka hörðum sóttvarnaaðgerðum. Efnahagslega skynsamlegt Þriðju og síðustu mótrökin gegn veirulausu samfélagi hafa verið af efnahagslegum toga. Í greininni How Iceland hammered COVID with science, sem birtist í tímaritinu Nature í lok nóvember á síðasta ári, var bent á að hugmyndin um útrýmingu veirunnar hafi aldrei fengið stuðning hjá þjóðinni útaf áhyggjum um að án ferðaþjónustunnar yrði landið gjaldþrota. Þau rök hafa augljóslega ekki haldið vatni því heimsfaraldurinn leiðir sjálfkrafa til þess að ferðamannaiðnaður er í lægð, óháð útrýmingu. Fyrir utan auðvitað að á Íslandi er krafa um fimm daga sóttkví við komuna til landsins sem gerir það að verkum að landamærin eru svo gott sem lokuð fyrir ferðamönnum. Hvað sem því líður þá er raunveruleikinn sá, þvert á móti framangreindri fullyrðingu, að veirulaust samfélag er efnhagslega skynsamlegt í miðjum heimsfaraldri. Með því útrýma veirunni og aflétta flest öllum takmörkunum geta lönd í það minnsta fengið efnahagslega innspýtingu með eðlilegri atvinnustarfsemi innanlands. Þau lönd sem hafa komið hvað best undan efnahagslegum áhrifum faraldursins eru þau sem hafa haldið útbreiðslu veirunnar í algjöru lágmarki. Skammtíma sársauki getur nefnilega leitt til langtíma bata, eins og má t.a.m. lesa um í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október síðastliðnum um efnahagsleg áhrif COVID-19. Hvað með ferðamenn í sumar? Hinn 1. maí næstkomandi mun taka við nýtt fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða á landamærum. Farþegar frá grænum löndum verða þá undanþegnir sóttkví og síðari skimun geti þeir framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu PCR-prófs innan tiltekins tíma. Takist okkur að útrýma veirunni og lifa hér innanlands án sóttvarnaaðgerða fram á sumar gætu margir eflaust velt því fyrir sér hvort slíkt fyrirkomulag á landamærunum væri ekki óþarfa áhætta. Svarið við þeirri spurningu felst auðvitað í ákveðnu hagsmunamati. Að mínu mati eigum við þó að halda okkur við fyrrnefnda áætlun. Fyrir það fyrsta er ferðaþjónustan mikilvæg og hún þarf á fyrirsjáanleika að halda. Í öðru lagi eru skilyrði þess að sleppa við sóttkví, þ.e. farþegi frá grænu landi, neikvætt PCR próf og skimun á landamærum, líkleg til að skila góðum árangri þótt auðvitað sé hætta á að veiran sleppi í gegn. Í þriðja lagi getum við gert ráð fyrir að 1. maí næstkomandi hafi í það minnsta markverður hluti þjóðarinnar fengið bólusetningu sem mun veita okkur einhverja vörn gegn veirunni. Í fjórða lagi er líklegt að veiran sé að einhverju leyti árstíðabundin sem gerir það að verkum að hún er aðeins auðveldari viðureignar að sumri til. Í fimmta lagi erum við með öflugt smitrakningarteymi sem mun geta brugðist við ef veiran fer aftur af stað. Hugmyndin um veirulaust samfélag þarf því ekki að stangast á við þá stefnu að taka á móti ferðamönnum í sumar ef rétt er haldið á spilunum. Hvað með bólusetninguna? Spyrja má af hverju við ættum núna að stefna að útrýmingu veirunnar og veirulausu samfélagi. Þar sem við erum byrjuð að bólusetja áhættuhópa munum við þá ekki fljótlega geta slakað á hvort sem er? Fyrir það fyrsta er mikil óvissa um afhendingu bóluefna, eins og reglulega er minnt á. Við vitum því ekki hvenær við verðum búin að bólusetja áhættuhópa. Í öðru lagi er ekki um fámenna hópa að ræða heldur talsvert stóran hluta þjóðarinnar. Í þriðja lagi getum við ekki farið að hegða okkur eins og árið sé 2019 þótt áhættuhópar séu bólusettir því ef veiran gengur laus og dreifist með veldisvexti er enn hætta á of miklu álagi á heilbrigðiskerfið (við munum þó að sjálfsögðu geta andað léttar og slakað eitthvað á). Til þess að geta slakað almennilega á samhliða því að lifa með veirunni myndum við fyrst þurfa að ná hinu margumrædda hjarðónæmi. Það verður að teljast ansi ólíklegt að það náist á fyrri helming þessa árs þótt það sé ekki útilokað. Þar að auki vitum ekki hvar endanlegur hjarðónæmisþröskuldur liggur, t.d. gæti hann endað á að vera hærri en áður var talið vegna nýrra og meira smitandi afbrigða veirunnar. Þetta allt eykur enn meira á óvissuna og ekkert öruggt að lífið fari í eðlilegt horf fyrir sumarið. Verði hins vegar af mögulegu rannsóknarsamstarfi við Pfizer er ljóst að þetta reikningsdæmi gjörbreytist. Allt í lagi þá, hvernig gerum við þetta? Eins og ég kom inn á hér að framan þá er það ekkert lögmál að einungis útgöngubann dugi til að útrýma veirunni. Sérstaklega ekki þegar staðan er jafn góð og raun ber vitni. Vel má vera að núgildandi sóttvarnaaðgerðir dugi til að keyra veiruna í þrot. Þá má ekki líta fram hjá því að ákvörðunin sjálf geti haft stór áhrif á persónubundnar smitvarnir. Undanfarið hefur lögreglan kvartað undan miklu skemmtanahaldi og haft áhyggjur af því að fólk sé að slaka of mikið á. Skyldi þó engan undra enda félagsþörfin mikil, staðan góð og markmiðið er að lifa með veirunni. Mögulega vilja margir leyfa sér eitthvað núna ef ske kynni að önnur bylgja myndi skella á með tilheyrandi takmörkunum. Ef það liggur hins vegar skýrt fyrir að við ætlum að útrýma veirunni, og uppskera fyrir vikið þá spikfeitu gulrót sem er líf án sóttvarnaaðgerða, þá mun fólk vafalaust sýna meiri samstöðu og skerpa á sóttvörnum. Hvað tilslakanir varðar væri heppilegast ef þær tækju mið af fyrirfram ákveðinni stöðu en þó með ákveðnu svigrúmi fyrir mat heilbrigðisyfirvalda á stöðunni. Viðmiðið gæti virkað hvetjandi auk þess að veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika. Sem dæmi mætti ímynda sér að núgildandi takmarkanir væru í gildi þar til færri en 5 smit greinast utan sóttkvíar á fjórtán daga tímabili. Frekari afléttingar gætu svo tekið mið af algjöru smitleysi á tilteknu tímabili. Útfærslan á þessu yrði auðvitað gerð af alvöru sérfræðingum en ekki einhverjum kóvita i lesendapistli, en ég bendi þó á að þetta er ekki ósvipað þeim vegvísi sem Viktoríufylki í Ástralíu studdist við í sinni vegferð við að útrýma veirunni. Að lokum væri skynsamlegt að gera hvað við getum til að koma í veg fyrir að veiran sleppi í gegnum landamærin. Hægt væri að líta til fordæma annarra þjóða sem hafa útrýmt veirunni og skikka alla eða þá einungis þá sem ekki hafa lögheimili hér á landi til að taka út sína sóttkví í farsóttarhúsi. Jafnvel þótt ekki væri stemning fyrir slíku fyrirkomulagi gætum við hert enn frekar landamærin, t.d. með strangari reglum um notkun hlífðarbúnaðar í flugvélum og á Keflavíkurflugvelli og betra eftirliti með þeim sem eru í sóttkví. Eftir sem áður er ljóst að núgildandi fyrirkomulag á landamærunum hefur reynst okkur vel þrátt fyrir ákveðna veikleika. Árangurinn er góður en getur verið betri Svo það sé alveg á tæru þá er hér ekki verið að deila um góðan árangur heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við SARS-CoV-2. Hér er heldur ekki verið að leggja til gjörbreytta stefnu í sóttvarnaaðgerðum. Hér er einungis lagt til að ákvörðun sé tekin um að stefna að útrýmingu veirunnar og veirulausu samfélagi, mögulega smávægilegar breytingar á sóttvarnareglum og tilmælum, að tilslakanir taki mið af fyrirfram ákveðnum fjölda innanlandssmita eða öðrum mælikvörðum og að landamærin verði þétt eftir því sem kostur er. Í raun og veru ekki mjög róttækar breytingar. Fræðilega séð snýst þetta að taka skrefið frá bælingu (e. suppression) yfir í útrýmingu (e. elimination). Það er varla hægt að ímynda sér annað en að heilbrigðisyfirvöld séu að vonast til þess að núgildandi stefna og takmarkanir dugi til að útrýma veirunni. Að veirulaust samfélag verði afleiðing sóttvarnareglna- og tilmæla þrátt fyrir að vera ekki yfirlýst markmið. Vel má vera að það gerist. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun og áætlun um útrýmingu veirunnar er talsvert líklegra til að skila okkur árangri en að bíða og vona. Að lokum er við hæfi að benda á að síðustu 8 af 10 mánuðum hafa Ný-Sjálendingar að mestu lifað í veirulausu samfélagi án sóttvarnartakmarkana. Hér má sjá nokkrar myndir af hversdagslífi þeirra. In New Zealand we have been virus free 8 months out of 10. We live a normal life with big events, no restrictions on groups etc. We wear face masks on planes and public transport in Auckland only as a preventative measure. It is surreal to live here and I consider myself lucky.❤️ pic.twitter.com/iatD0wfaRR— WicMar (@WicMar) January 16, 2021 Gæti þetta verið handan við hornið hjá okkur? Höfundur er kóviti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnþór Jónsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Varla líður sá dagur sem heilbrigðisyfirvöld eru ekki spurð út í næstu tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum. Í ljósi góðrar stöðu hér á landi samanborið við ástandið á meginlandi Evrópu er ekki nema von að fólk spyrji. Með þeim fyrirvara að ég hef ekki sérfræðiþekkingu á þessu sviði tel ég þó að verið sé að spyrja rangrar spurningar. Frekar ætti að spyrja hvers vegna ekki sé verið að stefna að útrýmingu veirunnar. Þá fyrst fengjum við alvöru tilslakanir. Reglulega hefur verið rætt um að lifa með veirunni á meðan hugmyndin um veirufrítt samfélag hefur aldrei átt upp á pallborðið. Þrátt fyrir það hafa mörg lönd ekki einungis stefnt að því heldur líka tekist það og uppskorið ríkulega fyrir vikið. Það eru enda fjölmargar góðar ástæður fyrir þeirri stefnu. Mér sýnast mótrökin fyrir útrýmingu veirunnar hérlendis hafa aðallega verið þrenns konar: Það sé óraunhæft, of íþyngjandi og efnahagslega óskynsamlegt. Skoðum þau aðeins betur auk annarra hugsanlegra mótbára gegn þeirri stefnu á þessum tímapunkti. Raunhæft Um leið og minnst er á veirufrítt samfélag er fólk fljótt að benda á að það sé óraunhæft. Sagt er að ef það myndi takast þyrfti að loka landamærunum til að koma í veg fyrir ný smit og jafnvel þá gæti veiran sloppið í gegn. Þær röksemdir hrynja hins vegar fljótt þegar litið er til þeirra mörgu landa sem hafa haft útrýmingu veirunnar sem sóttvarnastefnu og lifa svo gott sem án takmarkana. Oftast hefur verið vísað til Nýja-Sjálands í þeim efnum en einnig má t.d. nefna Taívan, Víetnam og Mongólíu. Þá má líka líta til Ástralíu sem þrátt fyrir hafa aldrei haft útrýmingu veirunnar sem yfirlýst markmið hefur það þó sannarlega fylgt þeirri stefnu í verki. Síðustu 11 daga hefur ekkert innanlandssmit verið staðfest þrátt fyrir að þar búi 25 milljónir manns og einhver fylki hafi glímt við samfélagssmit í desember og janúar. Það er því einfaldlega rangt að segja að veirufrítt samfélag sé óraunhæft þegar öðrum löndum hefur tekist það. Þrátt fyrir að öll þau lönd sem hafa útrýmt veirunni hafi fengið veiruna aftur inn í samfélagið er aðalatriðið það að þau hafa öll náð að útrýma henni á ný með snörum og markvissum aðgerðum. Þurfum ekki verulega íþyngjandi sóttvarnir Í október síðastliðnum, þegar faraldurinn var á mikilli siglingu á Íslandi, birti læknirinn Eric Topol graf á Twitter sem sýndi nýgengi smita á hverja milljón íbúa í Ástralíu, Víetnam, Japan, Suður-Kóreu, Nýja-Sjálandi og Íslandi. Við grafið skrifaði hann: „Þessi lönd brutu Covid á bak aftur, hrukku aftur í sama farið en öll nema eitt sigruðust aftur á faraldrinum.“ Þar átt hann við Ísland sem eina landið sem ekki sigraðist ekki á faraldrinum. Í viðtali við Vísi benti Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á að aðgerðir í umræddum löndum hafi verið miklu, miklu harðari en á Íslandi en hann væri ekki viss hvort vilji væri fyrir því hér. Það er eflaust rétt metið að ekki sé vilji fyrir aðgerðum á borð við útgöngubanni, hvorki á Alþingi né hjá almenningi, en spyrja má hvort nokkur þörf sé á slíkum hörðum aðgerðum? Til að útrýma veirunni þarf einfaldlega að halda smitstuðlinum undir einum þar til smit hætta að greinast í ákveðið langan tíma. Við höfum ítrekað sýnt að það er hægt án verulega íþyngjandi takmarkana. Árangur síðustu vikna er dæmi um það auk þess sem okkur tókst líklega að útrýma veirunni síðasta sumar. Það er því ekkert lögmál að einungis sé hægt að útrýma veirunni með útgöngubanni eða álíka hörðum sóttvarnaaðgerðum. Efnahagslega skynsamlegt Þriðju og síðustu mótrökin gegn veirulausu samfélagi hafa verið af efnahagslegum toga. Í greininni How Iceland hammered COVID with science, sem birtist í tímaritinu Nature í lok nóvember á síðasta ári, var bent á að hugmyndin um útrýmingu veirunnar hafi aldrei fengið stuðning hjá þjóðinni útaf áhyggjum um að án ferðaþjónustunnar yrði landið gjaldþrota. Þau rök hafa augljóslega ekki haldið vatni því heimsfaraldurinn leiðir sjálfkrafa til þess að ferðamannaiðnaður er í lægð, óháð útrýmingu. Fyrir utan auðvitað að á Íslandi er krafa um fimm daga sóttkví við komuna til landsins sem gerir það að verkum að landamærin eru svo gott sem lokuð fyrir ferðamönnum. Hvað sem því líður þá er raunveruleikinn sá, þvert á móti framangreindri fullyrðingu, að veirulaust samfélag er efnhagslega skynsamlegt í miðjum heimsfaraldri. Með því útrýma veirunni og aflétta flest öllum takmörkunum geta lönd í það minnsta fengið efnahagslega innspýtingu með eðlilegri atvinnustarfsemi innanlands. Þau lönd sem hafa komið hvað best undan efnahagslegum áhrifum faraldursins eru þau sem hafa haldið útbreiðslu veirunnar í algjöru lágmarki. Skammtíma sársauki getur nefnilega leitt til langtíma bata, eins og má t.a.m. lesa um í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október síðastliðnum um efnahagsleg áhrif COVID-19. Hvað með ferðamenn í sumar? Hinn 1. maí næstkomandi mun taka við nýtt fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða á landamærum. Farþegar frá grænum löndum verða þá undanþegnir sóttkví og síðari skimun geti þeir framvísað vottorði um neikvæða niðurstöðu PCR-prófs innan tiltekins tíma. Takist okkur að útrýma veirunni og lifa hér innanlands án sóttvarnaaðgerða fram á sumar gætu margir eflaust velt því fyrir sér hvort slíkt fyrirkomulag á landamærunum væri ekki óþarfa áhætta. Svarið við þeirri spurningu felst auðvitað í ákveðnu hagsmunamati. Að mínu mati eigum við þó að halda okkur við fyrrnefnda áætlun. Fyrir það fyrsta er ferðaþjónustan mikilvæg og hún þarf á fyrirsjáanleika að halda. Í öðru lagi eru skilyrði þess að sleppa við sóttkví, þ.e. farþegi frá grænu landi, neikvætt PCR próf og skimun á landamærum, líkleg til að skila góðum árangri þótt auðvitað sé hætta á að veiran sleppi í gegn. Í þriðja lagi getum við gert ráð fyrir að 1. maí næstkomandi hafi í það minnsta markverður hluti þjóðarinnar fengið bólusetningu sem mun veita okkur einhverja vörn gegn veirunni. Í fjórða lagi er líklegt að veiran sé að einhverju leyti árstíðabundin sem gerir það að verkum að hún er aðeins auðveldari viðureignar að sumri til. Í fimmta lagi erum við með öflugt smitrakningarteymi sem mun geta brugðist við ef veiran fer aftur af stað. Hugmyndin um veirulaust samfélag þarf því ekki að stangast á við þá stefnu að taka á móti ferðamönnum í sumar ef rétt er haldið á spilunum. Hvað með bólusetninguna? Spyrja má af hverju við ættum núna að stefna að útrýmingu veirunnar og veirulausu samfélagi. Þar sem við erum byrjuð að bólusetja áhættuhópa munum við þá ekki fljótlega geta slakað á hvort sem er? Fyrir það fyrsta er mikil óvissa um afhendingu bóluefna, eins og reglulega er minnt á. Við vitum því ekki hvenær við verðum búin að bólusetja áhættuhópa. Í öðru lagi er ekki um fámenna hópa að ræða heldur talsvert stóran hluta þjóðarinnar. Í þriðja lagi getum við ekki farið að hegða okkur eins og árið sé 2019 þótt áhættuhópar séu bólusettir því ef veiran gengur laus og dreifist með veldisvexti er enn hætta á of miklu álagi á heilbrigðiskerfið (við munum þó að sjálfsögðu geta andað léttar og slakað eitthvað á). Til þess að geta slakað almennilega á samhliða því að lifa með veirunni myndum við fyrst þurfa að ná hinu margumrædda hjarðónæmi. Það verður að teljast ansi ólíklegt að það náist á fyrri helming þessa árs þótt það sé ekki útilokað. Þar að auki vitum ekki hvar endanlegur hjarðónæmisþröskuldur liggur, t.d. gæti hann endað á að vera hærri en áður var talið vegna nýrra og meira smitandi afbrigða veirunnar. Þetta allt eykur enn meira á óvissuna og ekkert öruggt að lífið fari í eðlilegt horf fyrir sumarið. Verði hins vegar af mögulegu rannsóknarsamstarfi við Pfizer er ljóst að þetta reikningsdæmi gjörbreytist. Allt í lagi þá, hvernig gerum við þetta? Eins og ég kom inn á hér að framan þá er það ekkert lögmál að einungis útgöngubann dugi til að útrýma veirunni. Sérstaklega ekki þegar staðan er jafn góð og raun ber vitni. Vel má vera að núgildandi sóttvarnaaðgerðir dugi til að keyra veiruna í þrot. Þá má ekki líta fram hjá því að ákvörðunin sjálf geti haft stór áhrif á persónubundnar smitvarnir. Undanfarið hefur lögreglan kvartað undan miklu skemmtanahaldi og haft áhyggjur af því að fólk sé að slaka of mikið á. Skyldi þó engan undra enda félagsþörfin mikil, staðan góð og markmiðið er að lifa með veirunni. Mögulega vilja margir leyfa sér eitthvað núna ef ske kynni að önnur bylgja myndi skella á með tilheyrandi takmörkunum. Ef það liggur hins vegar skýrt fyrir að við ætlum að útrýma veirunni, og uppskera fyrir vikið þá spikfeitu gulrót sem er líf án sóttvarnaaðgerða, þá mun fólk vafalaust sýna meiri samstöðu og skerpa á sóttvörnum. Hvað tilslakanir varðar væri heppilegast ef þær tækju mið af fyrirfram ákveðinni stöðu en þó með ákveðnu svigrúmi fyrir mat heilbrigðisyfirvalda á stöðunni. Viðmiðið gæti virkað hvetjandi auk þess að veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika. Sem dæmi mætti ímynda sér að núgildandi takmarkanir væru í gildi þar til færri en 5 smit greinast utan sóttkvíar á fjórtán daga tímabili. Frekari afléttingar gætu svo tekið mið af algjöru smitleysi á tilteknu tímabili. Útfærslan á þessu yrði auðvitað gerð af alvöru sérfræðingum en ekki einhverjum kóvita i lesendapistli, en ég bendi þó á að þetta er ekki ósvipað þeim vegvísi sem Viktoríufylki í Ástralíu studdist við í sinni vegferð við að útrýma veirunni. Að lokum væri skynsamlegt að gera hvað við getum til að koma í veg fyrir að veiran sleppi í gegnum landamærin. Hægt væri að líta til fordæma annarra þjóða sem hafa útrýmt veirunni og skikka alla eða þá einungis þá sem ekki hafa lögheimili hér á landi til að taka út sína sóttkví í farsóttarhúsi. Jafnvel þótt ekki væri stemning fyrir slíku fyrirkomulagi gætum við hert enn frekar landamærin, t.d. með strangari reglum um notkun hlífðarbúnaðar í flugvélum og á Keflavíkurflugvelli og betra eftirliti með þeim sem eru í sóttkví. Eftir sem áður er ljóst að núgildandi fyrirkomulag á landamærunum hefur reynst okkur vel þrátt fyrir ákveðna veikleika. Árangurinn er góður en getur verið betri Svo það sé alveg á tæru þá er hér ekki verið að deila um góðan árangur heilbrigðisyfirvalda í baráttunni við SARS-CoV-2. Hér er heldur ekki verið að leggja til gjörbreytta stefnu í sóttvarnaaðgerðum. Hér er einungis lagt til að ákvörðun sé tekin um að stefna að útrýmingu veirunnar og veirulausu samfélagi, mögulega smávægilegar breytingar á sóttvarnareglum og tilmælum, að tilslakanir taki mið af fyrirfram ákveðnum fjölda innanlandssmita eða öðrum mælikvörðum og að landamærin verði þétt eftir því sem kostur er. Í raun og veru ekki mjög róttækar breytingar. Fræðilega séð snýst þetta að taka skrefið frá bælingu (e. suppression) yfir í útrýmingu (e. elimination). Það er varla hægt að ímynda sér annað en að heilbrigðisyfirvöld séu að vonast til þess að núgildandi stefna og takmarkanir dugi til að útrýma veirunni. Að veirulaust samfélag verði afleiðing sóttvarnareglna- og tilmæla þrátt fyrir að vera ekki yfirlýst markmið. Vel má vera að það gerist. Hins vegar er engum blöðum um það að fletta að ákvörðun og áætlun um útrýmingu veirunnar er talsvert líklegra til að skila okkur árangri en að bíða og vona. Að lokum er við hæfi að benda á að síðustu 8 af 10 mánuðum hafa Ný-Sjálendingar að mestu lifað í veirulausu samfélagi án sóttvarnartakmarkana. Hér má sjá nokkrar myndir af hversdagslífi þeirra. In New Zealand we have been virus free 8 months out of 10. We live a normal life with big events, no restrictions on groups etc. We wear face masks on planes and public transport in Auckland only as a preventative measure. It is surreal to live here and I consider myself lucky.❤️ pic.twitter.com/iatD0wfaRR— WicMar (@WicMar) January 16, 2021 Gæti þetta verið handan við hornið hjá okkur? Höfundur er kóviti.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun