Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir skrifa 30. janúar 2021 07:00 Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar