Vill kynnast leikmönnum og koma inn sínum hugmyndum í Frakklandi Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 15:01 Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ. Vísir/Egill Fyrsta verkefni Þorsteins Halldórssonar í starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta er ærið. Ísland leikur við Frakkland, Noreg og Sviss á æfingamóti í Frakklandi dagana 17.-23. febrúar. Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í 11. sæti, Ísland í 16. sæti og Sviss í 19. sæti. Þorsteinn var gestur í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag þar sem hann var meðal annars spurður um hvernig hann hygðist nýta þessa leiki. Fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM verða svo í haust. „Við viljum fyrst og fremst koma inn mínum hugmyndum og aðlaga liðið að þeim – hvernig við viljum spila. Mótið snýst um það, og fyrir mig líka að kynnast leikmönnum og sjá hvernig þetta harmónerar allt saman. Hvort við náum ekki að koma inn sem mestu,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað byrjum við á hörkuleikjum og þetta verður verðugt verkefni, en við förum inn í þetta með því markmiði að halda áfram að þróa leik liðsins og bæta það. Maður þarf að gefa sér þennan tíma og þá glugga sem bjóðast til að koma öllu inn sem maður vill koma inn. Minni hugmyndafræði. Þetta verkefni snýst um það, að kynnast því hvernig það passar saman hvernig ég vil gera hlutina og hvernig þær eru í því umhverfi,“ sagði Þorsteinn. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan en viðtalið við Þorstein hefst eftir 21 mínútu: Aðspurður hver helsti munurinn yrði á liðinu frá því áður, undir stjórn Þorsteins, svaraði þjálfarinn sigursæli: „Þetta eru ekki einhverjar stórkostlegar breytingar. Halda boltanum betur, skerpa aðeins á sóknarleiknum, og svo einhver áhersluatriði inni í leik sem menn koma vonandi til með að sjá vel.“ Kynslóðaskipti asnalegt orð Jón Þór Hauksson gaf ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur stór hlutverk í síðustu undankeppni. Stendur til að yngja liðið enn frekar upp? „Auðvitað þurfum við alltaf að horfa eitthvað fram í tímann en í sjálfu sér velur maður bara það landslið sem er best hverju sinni. Kynslóðaskipti er asnalegt orð finnst mér. Landslið snýst um að vera með bestu leikmennina og aldur skiptir engu máli. Ef þú ert nógu góð þá spilar þú. Þeir leikmenn sem eru bestir hverju sinni eru valdir. Við erum ekki að horfa til þess að henda út eldri leikmönnum af því að við viljum yngja upp, bara af því bara. Við viljum að liðið sé sem best hverju sinni,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03 Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30 Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í 11. sæti, Ísland í 16. sæti og Sviss í 19. sæti. Þorsteinn var gestur í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag þar sem hann var meðal annars spurður um hvernig hann hygðist nýta þessa leiki. Fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM verða svo í haust. „Við viljum fyrst og fremst koma inn mínum hugmyndum og aðlaga liðið að þeim – hvernig við viljum spila. Mótið snýst um það, og fyrir mig líka að kynnast leikmönnum og sjá hvernig þetta harmónerar allt saman. Hvort við náum ekki að koma inn sem mestu,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað byrjum við á hörkuleikjum og þetta verður verðugt verkefni, en við förum inn í þetta með því markmiði að halda áfram að þróa leik liðsins og bæta það. Maður þarf að gefa sér þennan tíma og þá glugga sem bjóðast til að koma öllu inn sem maður vill koma inn. Minni hugmyndafræði. Þetta verkefni snýst um það, að kynnast því hvernig það passar saman hvernig ég vil gera hlutina og hvernig þær eru í því umhverfi,“ sagði Þorsteinn. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan en viðtalið við Þorstein hefst eftir 21 mínútu: Aðspurður hver helsti munurinn yrði á liðinu frá því áður, undir stjórn Þorsteins, svaraði þjálfarinn sigursæli: „Þetta eru ekki einhverjar stórkostlegar breytingar. Halda boltanum betur, skerpa aðeins á sóknarleiknum, og svo einhver áhersluatriði inni í leik sem menn koma vonandi til með að sjá vel.“ Kynslóðaskipti asnalegt orð Jón Þór Hauksson gaf ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur stór hlutverk í síðustu undankeppni. Stendur til að yngja liðið enn frekar upp? „Auðvitað þurfum við alltaf að horfa eitthvað fram í tímann en í sjálfu sér velur maður bara það landslið sem er best hverju sinni. Kynslóðaskipti er asnalegt orð finnst mér. Landslið snýst um að vera með bestu leikmennina og aldur skiptir engu máli. Ef þú ert nógu góð þá spilar þú. Þeir leikmenn sem eru bestir hverju sinni eru valdir. Við erum ekki að horfa til þess að henda út eldri leikmönnum af því að við viljum yngja upp, bara af því bara. Við viljum að liðið sé sem best hverju sinni,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03 Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30 Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03
Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30
Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43
„KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30
Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti