Brodeur lék síðast með Mitteldeustcher í þýsku úrvalsdeildinni. Hann útskrifaðist úr Penn háskólanum í Pennsylvaníu í fyrra. Á lokaári sínu í skólanum var hann með 17,3 stig, 8,9 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Brodeur er 2,03 metra hár kraftframherji sem á að hjálpa Stjörnuliðinu inni í teignum.
Hann er kominn til landsins og er að klára sóttkví. Óvíst er hvort hann geti verið með í stórleiknum gegn Keflavík í Ásgarði í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Stjarnan semur við AJ Brodeur! Stjarnan hefur samið við bandaríska körfuknattleiksmannin Austin James Brodeur....
Posted by Stjarnan körfubolti on Friday, January 29, 2021
Stjarnan er í 5. sæti Domino's deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki. Liðið hefur ekki teflt fram bandarískum leikmanni í þeim fjórum leikjum sem það hefur spilað síðan keppni hófst á ný fyrr í þessum mánuði.

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.