Einn mánuður til viðbótar fyrir að senda þremur félögum nektarmynd af fyrrverandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 18:11 Maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir brot sín í héraðsdómi. Landsréttur dæmdi hann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið mynd af fyrrverandi sambýliskonu sinni hálfnaktri, sofandi í rúmi með nöktum karlmanni, og sent myndina þremur mönnum. Manninum var gefið að sök brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa tekið myndina og sent hana áfram. Maðurinn gekkst við því að hafa tekið ljósmyndina og sent hana félögum sínum. Rakið er í dómi að maðurinn kom að morgni í íbúð, í hverri hann og konan höfðu búið saman. Hún hafði áður komið því á framfæri við hann að hún vildi binda enda á samband þeirra. Í íbúðinni kom maðurinn að konunni við áðurnefndar aðstæður og tók myndina, sem hann sendi félögum sínum þremur með yfirskriftinni: „Kem heim að [nafn konunnar] svona í morgun.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni, auk þess sem hann hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og kynfrelsi. Þá hafi maðurinn rofið skilorð með brotum sínum. Landsréttur dæmdi manninn að endingu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur en þær höfðu verið ákveðnar 300 þúsund krónur í héraði. Þá var honum gert að greiða samtals um þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar. Dómsmál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Manninum var gefið að sök brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni með því að hafa tekið myndina og sent hana áfram. Maðurinn gekkst við því að hafa tekið ljósmyndina og sent hana félögum sínum. Rakið er í dómi að maðurinn kom að morgni í íbúð, í hverri hann og konan höfðu búið saman. Hún hafði áður komið því á framfæri við hann að hún vildi binda enda á samband þeirra. Í íbúðinni kom maðurinn að konunni við áðurnefndar aðstæður og tók myndina, sem hann sendi félögum sínum þremur með yfirskriftinni: „Kem heim að [nafn konunnar] svona í morgun.“ Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um stórfelldar ærumeiðingar gegn konunni, auk þess sem hann hefði brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og kynfrelsi. Þá hafi maðurinn rofið skilorð með brotum sínum. Landsréttur dæmdi manninn að endingu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en maðurinn fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í héraði. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur en þær höfðu verið ákveðnar 300 þúsund krónur í héraði. Þá var honum gert að greiða samtals um þrjár milljónir króna í málsvarnarlaun og þóknun réttargæslumanns konunnar.
Dómsmál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira