Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 13:34 Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Vísir/Sigurjón Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir. Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.” Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Sjá meira
Samfylkingarfélagið í Reykjavíkur sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það fordæmir skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Allir flokkar á þingi hafa nú birt yfirlýsingar í kjölfar atviksins, nema Miðflokkurinn. Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins, segir það ólíðandi að stjórnmálafólki sé ógnað og fordæmir árásirnar. „Þetta snýst ekkert bara um borgarstjóra. Þetta snýst bara um lýðræðið og árásirnar sem slíkar eru árás á lýðræðið og því höfum við bara verulegar áhyggjur af,” segir Ellen. „Við höfum áhyggjur af því að eiga hættu á að vera ógnað. Og þessar árásir sem við höfum orðið vitni að að undanförnu hafa þau áhrif að fólk kannski hugsar sig tvisvar um áður en það tekur þátt í samfélagslegum verkefnum. Og þær geta líka haft áhrif á það að við þorum ekki að tjá okkur eða segja þær skoðanir sem okkur búa í brjósti og hafa hreinskiptnar umræður. Þetta óttast fólk.” Ellen segir mikilvægt að allar stjórnmálahreyfingar stígi fram og fordæmi árásirnar. Allir flokkar nema Miðflokkur hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna atviksins. „Það hefur verið farið langt yfir strikið og eins og borgarstjóri sagði sjálfur: Hingað og ekki lengra. Við verðum að stoppa þetta öll sem eitt og ég hef sjálf persónulega reynt að ýta við öllum stjórnmálahreyfingum á Íslandi og ég hvet allar stjórnmálahreyfingar til að setja fram yfirlýsingu þar sem þær fordæma slíkar árásir. Við erum ekkert eini flokkurinn sem hefur lent í þessu.”
Samfylkingin Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Tengdar fréttir „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. 31. janúar 2021 12:11
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43