Baldur Þór: Ég treysti Nick til að klára svona leiki Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2021 22:33 Baldur Þór Ragnarsson gat fagnað í kvöld. vísir/bára „Ég er hrikalega ánægður með að við höfum tekið þennan sigur. Þór skaut 55% úr þriggja stiga í fyrri hálfleik og er að spila með mikið sjálfstraust og eru góðir. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls eftir sigur hans manna í framlengdum leik gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar höfðu yfirhöndina framan af leik og alveg fram í þriðja leikhluta. Þeir voru að hitta vel en frábær þriðji leikhluti Tindastóls kom þeim í bílstjórasætið. „Í sjálfu sér var mikið af þeirra skotum sem þeir voru að setja í fyrri hálfleik í andlitið á mönnum. Það er oft talað um að það séu mikil smáatriði sem skeri úr um hvort þú náir að stoppa skot eða ekki. Það var meira um það í seinni hálfleik að skotin voru erfið fyrir þá.“ Tindastóll var með leikinn í hendi sér á lokamínútum en skoruðu ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútu venjulegs leiktíma. „Í sjálfu sér erum við að fá skot. Jaka, Shawn og Nick voru að skiptast á að skjóta og í sjálfu sér voru þeir bara ekki að klára það. Þeir prófuðu allir og stundum er það bara þannig.“ Nick Tomsick var í vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og var almennt ekki að hitta vel. Hann steig þó upp í síðari hálfleik og skoraði körfuna sem tryggði Tindastól sigurinn. „Hann er mjög sterkur karakter og hefur trú á sjálfum sér. Ég hef trú á honum og treysti honum til að klára svona leiki. Menn taka dýfur í þessu, þetta er langhlaup og það þarf að komast í gegnum dýfurnar og halda áfram.“ Antanas Udras hefur verið í stóru hlutverki hjá Stólunum í vetur en sat allan tímann á bekknum í kvöld. Baldur Þór sagði hann eiga við meiðsli að stríða. „Hann er meiddur í hendi. Hann treysti sér ekki til að spila,“ sagði Baldur Þór að lokum. Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Þórsarar höfðu yfirhöndina framan af leik og alveg fram í þriðja leikhluta. Þeir voru að hitta vel en frábær þriðji leikhluti Tindastóls kom þeim í bílstjórasætið. „Í sjálfu sér var mikið af þeirra skotum sem þeir voru að setja í fyrri hálfleik í andlitið á mönnum. Það er oft talað um að það séu mikil smáatriði sem skeri úr um hvort þú náir að stoppa skot eða ekki. Það var meira um það í seinni hálfleik að skotin voru erfið fyrir þá.“ Tindastóll var með leikinn í hendi sér á lokamínútum en skoruðu ekki stig síðustu þrjár og hálfa mínútu venjulegs leiktíma. „Í sjálfu sér erum við að fá skot. Jaka, Shawn og Nick voru að skiptast á að skjóta og í sjálfu sér voru þeir bara ekki að klára það. Þeir prófuðu allir og stundum er það bara þannig.“ Nick Tomsick var í vandræðum fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og var almennt ekki að hitta vel. Hann steig þó upp í síðari hálfleik og skoraði körfuna sem tryggði Tindastól sigurinn. „Hann er mjög sterkur karakter og hefur trú á sjálfum sér. Ég hef trú á honum og treysti honum til að klára svona leiki. Menn taka dýfur í þessu, þetta er langhlaup og það þarf að komast í gegnum dýfurnar og halda áfram.“ Antanas Udras hefur verið í stóru hlutverki hjá Stólunum í vetur en sat allan tímann á bekknum í kvöld. Baldur Þór sagði hann eiga við meiðsli að stríða. „Hann er meiddur í hendi. Hann treysti sér ekki til að spila,“ sagði Baldur Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Tindastóll 103-104 | Stólarnir höfðu betur eftir framlengingu Það var rosalegur leikur í Þorlákshöfn er Tindastóll hafði betur gegn heimamönnum í spennutrylli. 31. janúar 2021 22:10