Ævintýralegar lokasekúndur og botnliðið vann meistarakandídatana Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 07:30 Russell Westbrook fagnar eftir að hafa skorað sigurkörfu Washington Wizards. Joe Harris virðist reyndar ekki ýkja reiður en hann gerði afar slæm mistök rétt áður. Getty/Will Newton Brooklyn Nets setja stefnuna á NBA-meistaratitilinn eftir komu James Harden á dögunum en urðu að sætta sig við tap í nótt gegn liðinu með versta árangurinn á leiktíðinni, Washington Wizards. Russell Westbrook sýndi hvers hann er megnugur í nótt og þeir Bradley Beal tryggðu Wizards magnaðan sigur, 149-146, eftir að liðið hafði verið fimm stigum undir, 146-141, þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Down 5 with under seconds left.Deep , defensive hustle.ANOTHER to complete the comeback....on back-to-back nights.Where Else? #OnlyHere The CRAZY final sequences from the @WashWizards and the @trailblazers over the past 2 nights! pic.twitter.com/gt4vvYkbYb— NBA (@NBA) February 1, 2021 Beal setti niður þrist þegar 8,1 sekúndur voru eftir og Garrison Matthews komst svo inn í innkastssendingu Joe Harris. Boltinn barst til Westbrook sem setti niður þrist og kom Wizards yfir. Hreint ótrúlegar lokasekúndur. Westbrook og Beal með 78 stig Westbrook skoraði 41 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar, og Beal skoraði 37 stig. Í síðasta leikhlutanum skoraði Beal 22 stig og Westbrook 15. Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir gestina frá Brooklyn en Harden missti af leiknum vegna meiðsla í læri. Wizards eru eftir sem áður neðstir í austurdeildinni með aðeins fjóra sigra en 12 töp. Nets eru með 13 sigra en níu töp í 2. sæti. Af öðrum úrslitum í nótt má nefna að Nikola Jokic skoraði heil 47 stig, jafnaði þar með stigamet sitt, í 128-117 sigri Denver Nuggets á Utah Jazz. Þar með lauk 11 leikja sigurgöngu Jazz í deildinni. Úrslitin í nótt: New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Russell Westbrook sýndi hvers hann er megnugur í nótt og þeir Bradley Beal tryggðu Wizards magnaðan sigur, 149-146, eftir að liðið hafði verið fimm stigum undir, 146-141, þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Down 5 with under seconds left.Deep , defensive hustle.ANOTHER to complete the comeback....on back-to-back nights.Where Else? #OnlyHere The CRAZY final sequences from the @WashWizards and the @trailblazers over the past 2 nights! pic.twitter.com/gt4vvYkbYb— NBA (@NBA) February 1, 2021 Beal setti niður þrist þegar 8,1 sekúndur voru eftir og Garrison Matthews komst svo inn í innkastssendingu Joe Harris. Boltinn barst til Westbrook sem setti niður þrist og kom Wizards yfir. Hreint ótrúlegar lokasekúndur. Westbrook og Beal með 78 stig Westbrook skoraði 41 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar, og Beal skoraði 37 stig. Í síðasta leikhlutanum skoraði Beal 22 stig og Westbrook 15. Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir gestina frá Brooklyn en Harden missti af leiknum vegna meiðsla í læri. Wizards eru eftir sem áður neðstir í austurdeildinni með aðeins fjóra sigra en 12 töp. Nets eru með 13 sigra en níu töp í 2. sæti. Af öðrum úrslitum í nótt má nefna að Nikola Jokic skoraði heil 47 stig, jafnaði þar með stigamet sitt, í 128-117 sigri Denver Nuggets á Utah Jazz. Þar með lauk 11 leikja sigurgöngu Jazz í deildinni. Úrslitin í nótt: New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum