Önnur lota Wall Street við netverja Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 08:59 Smáir fjárfestar sem hafa skilið mark sitt eftir á hlutabréfamörkuðum fjárfesta nú í silfri. AP/Nicole Pereira Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár. Markaðir Bandaríkin Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár.
Markaðir Bandaríkin Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira