Lífið

Frosti og Helga gengu í það heilaga um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lítil og falleg athöfn í Háteigskirkju.
Lítil og falleg athöfn í Háteigskirkju.

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason og kokkurinn Helga Gabríela Sigurðar gengu í það heilaga í Háteigskirkju í gær.

Athöfnin var lítil og falleg en Þorkell Máni Pétursson var svaramaður Frosta í athöfninni.

Eftir athöfnina var lítll veisla í Vinnustofu Kjarvals þar sem íslenskar stórstjörnur litu við og fluttu falleg lög. Þar á meðal þau Bríet, Högni Egilsson, Friðrik Dór Jónsson, Bubbi Morthens og fleiri.

Parið birti myndir á Instagram (sögur) frá deginum fallega. Helga Gabríela og Frosti eiga einn dreng saman en eiga von á sínu öðru barni og er Helga barnshafandi.

Hjónin giftu sig á sunnudeginum 31. janúar af þeirri ástæðu að faðir Frosta hefði orðið áttræður í gær. Frosti heimsótti föður sinn í kirkjugarðinn rétt fyrir athöfnina. 

Frikki Dór, Högni og Bríet komu fram á Vinnustofu Kjarval.
Hamingjusöm og nýgift.

Frosti opnaði sig um samband sitt við Helgu í Einkalífinu í lok ársins 2019 en þau fóru um tíma í sitthvora áttina og styrkti það að lokum sambandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.