Asos tekur yfir Topshop og skilur eftir sár í breskum verslunargötum Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 13:36 Topshop er nýjasta breska fatamerkið sem fellur í skaut netverslunarrisa. GETTY/Marianna Massey Breska vefverslunin Asos hefur fest kaup á vörumerkjunum Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT úr þrotabúi smásölurisans Arcadia. Auk þess að kaupa öll hugverk tengd fatakeðjunum mun Asos eignast vörubirgðir þeirra en stjórnendur hyggjast ekki taka yfir neinar verslanir. 70 verslunum verður þar með lokað og 2.500 starfsmenn eiga á hættu á að missa vinnuna en einhverjir gera sér veikar vonir um að annar kaupandi muni halda áfram að starfrækja hluta verslananna í breyttri mynd. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC greiðir Asos 265 milljónir breskra punda til að tryggja sér eignarhald á vörumerkjunum og aðrar 30 milljónir punda fyrir vörubirgðirnar. Nemur heildarupphæðin um 52,5 milljörðum íslenskra króna. Smásölufyrirtækið Arcadia var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum en alls starfa um 13 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Að sögn skiptastjóra Arcadia munu um 300 starfsmenn sem sinntu meðal annars hönnun og birgðainnkaupum hjá fatakeðjunum færast yfir til Asos en að sögn BBC hafa hvorki fulltrúar þrotabúsins né Asos minnst einu orði á framtíð verslunarstarfsfólks. Boohoo sýnt öðrum merkjum áhuga Enn á eftir að selja eignir tengdar fatakeðjunum Dorothy Perkins, Wallis og Burton úr þrotabúi Arcadia. Að sögn BBC hafa stjórnendur bresku netverslunarinnar Boohoo sýnt þeim áhuga en talið er fullvíst að þar muni enn og aftur koma í ljós að netverslanir hafi lítinn áhuga á því að starfrækja hefðbundnar verslanir. Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á vörumerki og vefsíðu breska vöruhússins Debenhams. Talið er að allt að tólf þúsund manns eigi eftir að missa vinnuna þegar 118 verslunum keðjunnar verður lokað fyrir fullt og allt. Viðskipti síðustu vikna eru hluti af blóðugu uppgjöri breskra smásölufyrirtækja sem hafa á síðustu árum mörg átt erfitt með að halda sjó í breyttu rekstrarumhverfi og eltast við hvikulan smekk bresku þjóðarinnar. Heimsfaraldur kórónuveiru og áhrif samkomutakmarkanna reyndist sumum þeirra vera síðasti naglinn í kistuna. Verslun Bretland Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
70 verslunum verður þar með lokað og 2.500 starfsmenn eiga á hættu á að missa vinnuna en einhverjir gera sér veikar vonir um að annar kaupandi muni halda áfram að starfrækja hluta verslananna í breyttri mynd. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC greiðir Asos 265 milljónir breskra punda til að tryggja sér eignarhald á vörumerkjunum og aðrar 30 milljónir punda fyrir vörubirgðirnar. Nemur heildarupphæðin um 52,5 milljörðum íslenskra króna. Smásölufyrirtækið Arcadia var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum en alls starfa um 13 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Að sögn skiptastjóra Arcadia munu um 300 starfsmenn sem sinntu meðal annars hönnun og birgðainnkaupum hjá fatakeðjunum færast yfir til Asos en að sögn BBC hafa hvorki fulltrúar þrotabúsins né Asos minnst einu orði á framtíð verslunarstarfsfólks. Boohoo sýnt öðrum merkjum áhuga Enn á eftir að selja eignir tengdar fatakeðjunum Dorothy Perkins, Wallis og Burton úr þrotabúi Arcadia. Að sögn BBC hafa stjórnendur bresku netverslunarinnar Boohoo sýnt þeim áhuga en talið er fullvíst að þar muni enn og aftur koma í ljós að netverslanir hafi lítinn áhuga á því að starfrækja hefðbundnar verslanir. Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á vörumerki og vefsíðu breska vöruhússins Debenhams. Talið er að allt að tólf þúsund manns eigi eftir að missa vinnuna þegar 118 verslunum keðjunnar verður lokað fyrir fullt og allt. Viðskipti síðustu vikna eru hluti af blóðugu uppgjöri breskra smásölufyrirtækja sem hafa á síðustu árum mörg átt erfitt með að halda sjó í breyttu rekstrarumhverfi og eltast við hvikulan smekk bresku þjóðarinnar. Heimsfaraldur kórónuveiru og áhrif samkomutakmarkanna reyndist sumum þeirra vera síðasti naglinn í kistuna.
Verslun Bretland Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira