Herinn fer enn á ný með völdin í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Min Aung Hlaing sést hér til hægri. Hann hefur nú tekið völdin í Mjanmar og sett Aung San Suu Kyi, til vinstri, í stofufangelsi. AP/Aung Shine Oo Mjanmarski herinn tók völdin í landinu í nótt og setti leiðtoga ríkisins í stofufangelsi. Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP. Mjanmar Róhingjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP.
Mjanmar Róhingjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira