Erlent

Neyðarástand í New York vegna mikillar snjókomu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá snjómokstri í Queens í New York í gær.
Frá snjómokstri í Queens í New York í gær. Getty/Liao Pan

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York og New Jersey í Bandaríkjunum eftir gríðarlega snjókomu sem hefur sett allar samgöngur úr skorðum og lokað fyrir bólusetningar gegn kórónuveirunni.

Síðdegis í gær að bandarískum tíma mældist jafnfallinn snjór í New York borg 43 sentimetrar og í Jersey og hluta Pennsylvaníu var snjókoman enn meiri, eða 48 sentimetrar.

Snjókomubakkinn færist nú hægt upp með austurströndinni og vonast er til að það dragi úr honum strax í dag. Þá tekur þó við hvass vindur sem gæti blásið sjóalögunum til og því óttast menn það versta.

Allir skólar eru lokaðir í New York borg í dag og ferðabann var í stórborginni stærstan hluta gærdagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×