Fögnum saman framförum í krabbameinslækningum Gunnar Bjarni Ragnarsson, Ólöf Kristjana Bjarnadóttir og Vaka Ýr Sævarsdóttir skrifa 4. febrúar 2021 07:30 Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Í dag 4. febrúar er Alþjóðlegi Krabbameinsdagurinn (e. World Cancer Day). Honum er ætlað að vekja athygli á og fræða um málefni krabbameinsgreindra. Í ár er áherslan á samtakamáttinn í baráttunni við krabbamein. Íslendingar hafa einmitt verið þeirra gæfu aðnjótandi að hér ríkir sátt um að krabbamein er ekki einkamál þess sem greinist, heldur mál samfélagsins alls. Samtakamáttur þjóðarinnar hefur leitt af sér að hér er þjónusta við krabbameingreinda í fremstu röð í heiminum. Við höfum fylgt þeirri hröðu þróun sem er í krabbameinslækningum og er að skila sífellt bættum árangri. Í sameiningu hefur okkur líka tekist að byggja upp öflugan og vel menntaðan mannauð sem sinnir krabbameinsgreindum. Þetta hefur leitt til þess að meðferðarárangur hérlendis er með því besta sem þekkist í heiminum. Um 1700 Íslendingar greinast nú árlega með krabbamein og mun þriðjungur okkar fá krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Krabbameinstíðni eykst með aldri og hefur hækkandi meðalaldur þjóðarinnar valdið því að sífellt fleiri greinast með krabbamein. Krabbameinsrannsóknir og tækniframfarir hafa leitt af sér ný krabbameinslyf, framþróun í geislameðferð og enn öflugri stuðningsmeðferð. Viðlíka þróun er í öllum greinum sem koma að greiningu og meðferð krabbameina. Sem afleiðing hafa lífsgæði og lífslíkur krabbameinsgreindra aukist talsvert á undanförnum áratugum. Samanlagt mun þetta leiða til þess að Íslendingum, sem lifa með krabbameini, mun fjölga hratt á næstu áratugum. Í árslok 2019 voru þeir tæplega 16 þúsund sem höfðu greinst með krabbamein og munu á næstu áratugum fara að telja í tugum þúsunda. Margir þeirra munu geta haldið áfram að lifa sínu venjubundna lífi jafnvel samfara krabbameinsmeðferð. Í flestum tilvikum valda þó krabbameinsgreining og meðferð töluverðu raski á lífi fólks og því er mikilvægt að við stöndum saman að myndarlegri uppbyggingu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi. Íslendingar hafa notið framþróunar í krabbameinsmeðferð og endurhæfingu sem hefur birst í bættum lífslíkum og lífsgæðum krabbameinsgreindra. Þetta hefur tekist með samtakamætti þjóðarinnar. Ljóst er að við þurfum áfram að standa saman gagnvart þeim framtíðaráskorunum sem blasa við okkur. Þessari samstöðu ber að fagna og er hún í anda Alþjóðlega krabbameinsdagsins sem við höldum upp á í dag. Stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna Gunnar Bjarni Ragnarsson (formaður), Vaka Ýr Sævarsdóttir (gjaldkeri), Ólöf Kristjana Bjarnadóttir (ritari).
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun