Rúnar Alex kom inn af bekknum er Arsenal sá tvö rauð í tapi | Sharp gaf Sheffield líflínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2021 20:00 Rúnar Alex Rúnarsson varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn til að verja mark liðs í ensku úrvalsdeildinni. Simon Stacpoole/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. Arsenal hóf leikinn á Molineux-vellinum vel í kvöld og kom Bukayo Saka gestunum yfir með frábæru marki strax á 9. mínútu leiksins. Þegar markið var skoðað kom í ljós að franski framherjinn Alexandre Lacazette var rangstæður í aðdraganda marksins og því stóð markið ekki. Nicolas Pepe kom gestunum svo loks yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum en hann fíflaði þá Nelson Semedo, hægri bakvörð Wolves, upp úr skónum og skoraði svo með frábæru skoti. Raunar hafði Pepe verið nálægt því að skora fyrr í leiknum en Rui Patrico varði þá meistaralega í marki Wolves. 9 - Since Mikel Arteta's first game in charge of Arsenal on Boxing Day 2019, the Gunners have been shown nine Premier League red cards, six more than any other side. Freefall. pic.twitter.com/MHMtEUiDsX— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks rakst David Luis klaufalega í Willian Jose sem hafði fengið sendingu í gegnum vörn gestanna. Niðurstaðan vítaspyrna og rautt spjald á Brasilíska varnarmanninn. Rúben Neves fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. João Moutinho kom Wolves svo yfir með ótrúlegu marki í upphafi síðari hálfleiks. Hann þrumaði knettinum í stöng og inn af rúmlega 25 metra færi. Arsenal þar með manni færri og marki undir. Hlutirnir fóru svo úr öskunni í eldinn á 72. mínútu leiksins er Bernd Leno rak á einhvern óskiljanlegan hátt hendina í knöttinn fyrir utan teig og tók þar með marktækifæri af sóknarmanni Wolves. Markvörðurinn fór því sömu leið og Luiz sem þýddi að Arsenal var tveimur mönnum færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. 2 - Bernd Leno is just the second goalkeeper to be sent off in a @premierleague game for Arsenal after David Seaman against West Ham in November 1993. Shock. pic.twitter.com/YUcnTQRlej— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Það þýddi einnig að Rúnar Alex Rúnarsson fékk sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Raunar er það svo að Rúnar Alex er fyrsti íslenski markvörðurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex varði tvívegis vel en verandi tveimur mönnum færri þá ógnaði Arsenal lítið sem ekkert. Fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Wolves. Eftir sigur kvöldsins eru heimamenn komnir með 26 stig og sitja í 13. sæti deildarinnar. Arsenal er í 10. sæti með 31 stig. Það var sannkallaður fallbaráttuslagur á Brammall Lane í Sheffield en West Bromwich Albion var í heimsókn. Um er að ræða tvö neðstu lið deildarinnar. Fór það svo að fyrirliði heimamanna tryggði þeim 2-1 endurkomu sigur með marki á 73. mínútu leiksins. Matthew Phillips kom WBA yfir undir lok fyrri hálfleiks en Jayden Bogle jafnaði metin í þeim síðari áður en Sharp tryggði Sheffield öll þrjú stigin og gaf þeim sannkallaða líflínu í botnbaráttunni. 5 - Since January 9th, when Sheffield United ended a 21-game winless run in all competitions with a 3-2 win over Bristol Rovers in the FA Cup, the only Premier League side with more wins in all competitions than the Blades (5) is Manchester City (7). Spirited. pic.twitter.com/BzNE6Eo5AO— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Sheffield er sem fyrr á botni deildarinnar en nú með 11 stig, tíu stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur hins vegar unnið þrjá af síðustu fimm deildarleikjum sínum og hver veit nema óvæntasta endurkoma í sögu deildarinnar sé í uppsiglingu. Enski boltinn Fótbolti
Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Wolves vann 2-1 heimasigur á Arsenal þar sem gestirnir fengu tvívegis að líta rauða spjaldið. Þá vann Sheffield United 2-1 sigur í uppgjöri botnliða deildarinnar. Arsenal hóf leikinn á Molineux-vellinum vel í kvöld og kom Bukayo Saka gestunum yfir með frábæru marki strax á 9. mínútu leiksins. Þegar markið var skoðað kom í ljós að franski framherjinn Alexandre Lacazette var rangstæður í aðdraganda marksins og því stóð markið ekki. Nicolas Pepe kom gestunum svo loks yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum en hann fíflaði þá Nelson Semedo, hægri bakvörð Wolves, upp úr skónum og skoraði svo með frábæru skoti. Raunar hafði Pepe verið nálægt því að skora fyrr í leiknum en Rui Patrico varði þá meistaralega í marki Wolves. 9 - Since Mikel Arteta's first game in charge of Arsenal on Boxing Day 2019, the Gunners have been shown nine Premier League red cards, six more than any other side. Freefall. pic.twitter.com/MHMtEUiDsX— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Undir lok fyrri hálfleiks rakst David Luis klaufalega í Willian Jose sem hafði fengið sendingu í gegnum vörn gestanna. Niðurstaðan vítaspyrna og rautt spjald á Brasilíska varnarmanninn. Rúben Neves fór á punktinn og skoraði af öryggi, staðan því 1-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. João Moutinho kom Wolves svo yfir með ótrúlegu marki í upphafi síðari hálfleiks. Hann þrumaði knettinum í stöng og inn af rúmlega 25 metra færi. Arsenal þar með manni færri og marki undir. Hlutirnir fóru svo úr öskunni í eldinn á 72. mínútu leiksins er Bernd Leno rak á einhvern óskiljanlegan hátt hendina í knöttinn fyrir utan teig og tók þar með marktækifæri af sóknarmanni Wolves. Markvörðurinn fór því sömu leið og Luiz sem þýddi að Arsenal var tveimur mönnum færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. 2 - Bernd Leno is just the second goalkeeper to be sent off in a @premierleague game for Arsenal after David Seaman against West Ham in November 1993. Shock. pic.twitter.com/YUcnTQRlej— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Það þýddi einnig að Rúnar Alex Rúnarsson fékk sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Raunar er það svo að Rúnar Alex er fyrsti íslenski markvörðurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex varði tvívegis vel en verandi tveimur mönnum færri þá ógnaði Arsenal lítið sem ekkert. Fór það svo að leiknum lauk með 2-1 sigri Wolves. Eftir sigur kvöldsins eru heimamenn komnir með 26 stig og sitja í 13. sæti deildarinnar. Arsenal er í 10. sæti með 31 stig. Það var sannkallaður fallbaráttuslagur á Brammall Lane í Sheffield en West Bromwich Albion var í heimsókn. Um er að ræða tvö neðstu lið deildarinnar. Fór það svo að fyrirliði heimamanna tryggði þeim 2-1 endurkomu sigur með marki á 73. mínútu leiksins. Matthew Phillips kom WBA yfir undir lok fyrri hálfleiks en Jayden Bogle jafnaði metin í þeim síðari áður en Sharp tryggði Sheffield öll þrjú stigin og gaf þeim sannkallaða líflínu í botnbaráttunni. 5 - Since January 9th, when Sheffield United ended a 21-game winless run in all competitions with a 3-2 win over Bristol Rovers in the FA Cup, the only Premier League side with more wins in all competitions than the Blades (5) is Manchester City (7). Spirited. pic.twitter.com/BzNE6Eo5AO— OptaJoe (@OptaJoe) February 2, 2021 Sheffield er sem fyrr á botni deildarinnar en nú með 11 stig, tíu stigum frá öruggu sæti. Liðið hefur hins vegar unnið þrjá af síðustu fimm deildarleikjum sínum og hver veit nema óvæntasta endurkoma í sögu deildarinnar sé í uppsiglingu.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti