Martha ætlar að vera skynsamari en eftir sterasprautuna í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 13:01 Martha Hermannsdóttir vonast til að geta byrjað að spila aftur með KA/Þór liðinu eftir fjórar vikur. Skjámynd/S2 Sport Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig. Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða