Erlent

Sputnik V með um 92 prósent virkni

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsóknin sem sagt er frá í Lancet náði til 20 þúsund þátttakenda.
Rannsóknin sem sagt er frá í Lancet náði til 20 þúsund þátttakenda. Getty/Pavel Aleksandrov

Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet.

Vísindamenn hafa margir verið tortryggnir í garð rússneska bóluefnisins sem fékk markaðsleyfi í Rússlandi nokkru áður en lokaniðurstöður prófana höfðu verið birtar. Sætti það talsverðri gagnrýni innan vísindasamfélagsins.

Bóluefnið Sputnik V virkar á sambærilegan máta og bóluefni AstraZenica og Janssen sem framleitt er í Belgíu, það er það er svokallað veiruferjubóluefni. Er efnið gert úr skaðlausum veirum sem geta ekki fjölgað sér og fær líkamann til að mynda mótefni.

Þeir sem bólusettir eru með Sputnik V þurfa að fá tvær sprautur, með þriggja vikna millibili.

Rannsóknin sem sagt er frá í Lancet náði til 20 þúsund þátttakenda.

Bóluefnið hefur þegar verið tekið í notkun í Rússlandi, Argentínu, Palestínu, Venesúela, Ungverjalandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Íran.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×