Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 07:45 Spotify hefur sótt í sig veðrið á Íslandi og um heim allan á síðustu árum og farið langleiðina með að ganga af geisladisknum dauðum. Getty/Mateusz Slodkowsk Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. Eftir breytinguna kostar hefðbundin Premium áskrift um 1.721 krónur og nemur verðhækkunin um það bil 157 til 626 krónum á mánuði eftir því hvaða þjónustuleið fólk er með hjá Spotify. Breytingin tekur gildi í mars hjá núverandi viðskiptavinum en nýjir greiða strax hærra verð. Verðhækkanir hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma hjá Spotify en verð á hefðbundinni Premium áskrift var áður það sama og árið 2013 þegar tónlistarveitan varð fyrst aðgengileg á Íslandi. Þá bauðst notendum þó einnig að kaupa takmarkaðri Unlimited áskrift fyrir 4,99 evrur á mánuði en sú þjónustuleið stendur ekki lengur til boða. Langvinsælasta tónlistarveita landsins Samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup nota um 28% Íslendinga Spotify daglega og um helmingur notar tónlistarveituna minnst einu sinni í viku. Að sögn Félags hljómplötuframleiðenda, samtaka tónlistarútgefenda á Íslandi, er Spotify langvinsælasta tónlistarveitan á Íslandi en í kjölfar verðhækkananna er hún nú orðin dýrari en helsti keppinauturinn Apple Music. Daniel Ek, forstjóri Spotify, greindi frá því við ársuppgjör fyrirtækisins í október á síðasta ári að verðhækkanir væru í kortunum en þrátt fyrir að geta státað sig af því að vera stærsta tónlistarveita í heimi með yfir 144 milljónir greiðandi viðskiptavini hefur fyrirtækið átt í mestu vandræðum með að skila hagnaði. Frá því að Spotify var stofnað fyrir tólf árum hefur fyrirtækið aldrei skilað nettó hagnaði á ársgrundvelli. Stjórnendur tónlistarveitunnar hafa gefið út að á næstu árum muni þeir halda áfram að leggja áherslu á hraðan vöxt fram yfir hagnað. RÚV greindi frá því í upphafi árs að samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda skili hvert streymi á Spotify um það bil einni krónu í vasa útgefanda, flytjanda og höfundar viðkomandi lags. Tónlist Tækni Spotify Tengdar fréttir Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30 Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Eftir breytinguna kostar hefðbundin Premium áskrift um 1.721 krónur og nemur verðhækkunin um það bil 157 til 626 krónum á mánuði eftir því hvaða þjónustuleið fólk er með hjá Spotify. Breytingin tekur gildi í mars hjá núverandi viðskiptavinum en nýjir greiða strax hærra verð. Verðhækkanir hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma hjá Spotify en verð á hefðbundinni Premium áskrift var áður það sama og árið 2013 þegar tónlistarveitan varð fyrst aðgengileg á Íslandi. Þá bauðst notendum þó einnig að kaupa takmarkaðri Unlimited áskrift fyrir 4,99 evrur á mánuði en sú þjónustuleið stendur ekki lengur til boða. Langvinsælasta tónlistarveita landsins Samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup nota um 28% Íslendinga Spotify daglega og um helmingur notar tónlistarveituna minnst einu sinni í viku. Að sögn Félags hljómplötuframleiðenda, samtaka tónlistarútgefenda á Íslandi, er Spotify langvinsælasta tónlistarveitan á Íslandi en í kjölfar verðhækkananna er hún nú orðin dýrari en helsti keppinauturinn Apple Music. Daniel Ek, forstjóri Spotify, greindi frá því við ársuppgjör fyrirtækisins í október á síðasta ári að verðhækkanir væru í kortunum en þrátt fyrir að geta státað sig af því að vera stærsta tónlistarveita í heimi með yfir 144 milljónir greiðandi viðskiptavini hefur fyrirtækið átt í mestu vandræðum með að skila hagnaði. Frá því að Spotify var stofnað fyrir tólf árum hefur fyrirtækið aldrei skilað nettó hagnaði á ársgrundvelli. Stjórnendur tónlistarveitunnar hafa gefið út að á næstu árum muni þeir halda áfram að leggja áherslu á hraðan vöxt fram yfir hagnað. RÚV greindi frá því í upphafi árs að samkvæmt tölum frá Félagi hljómplötuframleiðenda skili hvert streymi á Spotify um það bil einni krónu í vasa útgefanda, flytjanda og höfundar viðkomandi lags.
Tónlist Tækni Spotify Tengdar fréttir Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30 Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30 Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mest spiluðu lögin á Spotify 2020 Drake, Bad Bunny, Dua Lipa og The Weeknd eru vinsælustu tónlistarmennirnir á Spotify ef marka má streymisumferðina þar á árinu 2020. 2. desember 2020 13:30
Þormóður er pródúsent Íslands með yfir 36 milljónir spilana á Spotify Þormóður Eiríksson er nafn sem ekki margir Íslendingar þekkja. En þrátt fyrir það er drengurinn einn af vinsælustu tónlistarmönnum Íslands um þessar mundir. 10. desember 2019 10:30
Spotify tók skarpa dýfu Virði hlutabréfa í sænsku tónlistarveitunni Spotify minnkaði í gær um tíu prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því að það myndi halda áfram að einbeita sér að því að stækka notendahópinn á kostnað hagnaðar. 2. nóvember 2018 07:30