Sport

Dag­skráin í dag: Domino’s tví­höfði og Seinni bylgjan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Njarðvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í dag
Njarðvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í dag

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Handbolti, körfubolti, rafíþróttir og golf má finna á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag.

Tvær útsendingar eru frá golfmótinu Saudi international í dag á Evróputúrnum. Sú fyrri klukkan 08.00 og síðari klukkan 11.30.

Það er ekki eina golfmótið sem er á dagskránni í dag því klukkan 20.00 er það Opna Waste Management Phoenix á PGA túrnum.

Það er tvíhöfði í Domino’s deild karla. Höttur fær Þór Akureyri í heimsókn en bæði lið unnu sína leiki í síðustu umferð. Flautað til leiks klukkan 18.15.

Klukkan 20.15 er það svo stórleikur er Stjarnan er í Ljónagryfjuna og mætir Njarðvík. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í síðustu umferð og Njarðvík tapaði fyrir Hetti.

Klukkan 20.00 er komið að Seinni bylgjunni. Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gera upp heilu umferðina sem fór fram í gærkvöldi.

Steindi Jr. og félagar eru svo einnig á sínum stað á fimmtudagskvöldi. Klukkan 21.00 fer Rauðvín og klakar í loftið.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×