Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 22:50 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu á móti Borussia Dortmund í kvöld. AFP/INA FASSBENDER Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Mark Hákonar tryggði Lille jafntefli en liðið fær síðan seinni leikinn á sínum heimavelli. Þetta var mjög mikilvægt mark „Það fylgir því stórkostleg tilfinning að skora hér fyrir framan áttatíu þúsund manns og sérstaklega af því að við náðum líka jafnteflinu. Þetta var mjög mikilvægt mark og ég er því mjög ánægður með það,“ sagði Hákon. Hákon var spurður út í fögnuðinn á markinu en það leit út fyrir að liðsfélagi hans Ngal'ayel Mukau hafi verið að segja „góða nótt“ við hinn fræga gula vegg Dortmund. „Ég held að Ngal'ayel hafi gert það en ég hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera þarna. Þetta var fyndið en ég held að hann hefði gert það,“ sagði Hákon. Af hverju gekk svona miklu betur hjá Lille í seinni hálfleiknum? Við vorum hugrakkari „Við áttuðum okkur á því hvernig þeir spiluðu boltanum út úr vörninni og breyttum því pressunni aðeins. Mér fannst það breyta miklu. Við vorum síðan miklu meira með boltann. Við vorum frjálsari og ekki eins hræddir við að fá boltann. Við vorum hugrakkari og því gekk okkur svona miklu betur,“ sagði Hákon. Hvað má Dortmund eiga von á í seinni leiknum í Lille? „Það er erfitt að spila á okkar leikvangi og þeir mega búast við orkumiklum og kraftmiklum stuðningsmönnum okkar. Ég er spenntur fyrir seinni leiknum,“ sagði Hákon. Hákon skoraði markið sitt eftir frábæra sendingu frá Jonathan David. Hann sagðist hafa heyrt í íslenska landsliðsmanninum að öskra á boltann. Hákon viðurkenndi að hafa næstum því verið búinn að missa boltann frá sér. Ég óttaðist aðeins um það „Ég óttaðist aðeins um það. Ég öskraði mjög hátt og bað um boltann. Hann sagði mér að hann sjá mig ekki en heyrði í mér. Mér fannst ég vera að missa boltann frá mér en ég stökk á hann og það kom fullkomlega út. Boltinn fór beint í hornið og þetta var gott mark,“ sagði Hákon. Hákon Arnar Haraldsson sést hér skora markið sitt í Meistaradeildinni í kvöld.APMartin Meissner
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira