Leikurinn var stál í stál frá upphafi til enda en á endanum hafði GUIF betur í hörku leik en munurinn gat ekki verið minni. GUIF getur þakkað stórleik Daníels í marki liðsins fyrir stigin tvö en alls varði hann 17 skot í leiknum og var með 39 prósent markvörslu.
Í liði Kristianstad var Teitur Örn Einarsson með fjögur mörk en Ólafur Andrés Guðmundsson þandi netmöskvana aðeins einu sinni.
GUIF er nú í 10. sæti með 17 stig að loknum 20 leikjum á meðan Kristianstad er í 7. sæti með 22 stig.