Tuð á twitter Egill Þór Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 07:30 Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Egill Þór Jónsson Nagladekk Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils Borgarstjórnar Reykjavíkur var yfirlýsing samþykkt þess efnis að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Sú yfirlýsing í byrjun kjörtímabils var góð, metnaðarfull. Þessi yfirlýsing átti að setja tóninn um betri loftgæði í Reykjavíkurborg til frambúðar. Samþykktinni yrði svo fylgt eftir með markvissum aðgerðum, til þess að bæta loftgæði í borginni. Yfirlýsing var samþykkt af öllum stjórnmálaflokkum í borginni. Í kjölfarið á samþykktri yfirlýsingu lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram tillögu að aðgerðaráætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Fjölþættar aðgerðir. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: þrif verði aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, dregið yrði úr notkun nagladekkja í borgarlandinu, frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, orkuskiptum hraðað, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar sem myndi draga úr salt- og sandnotkun. að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar. Engin áhugi á lausnum Frá því að tillögurnar voru lagðar fram hefur svifryk farið ítrekað yfir heilsuverndarmörk, án þess að brugðist sé við á lausnamiðaðan hátt. Svifryk hefur farið yfir heilsuverndarmörk tuttugu og fimm sinnum eftir að borgarstjórn samþykkti í byrjun kjörtímabils yfirlýsingu þess efnis að leita allra leiða til að koma í veg fyrir það. Það er ekki nóg að tuða um svifryksmál á samfélagsmiðlinum twitter og vonast eftir því að ástandið breytist. Því miður minnir þetta óneitanlega á stór loforð um bætta þjónustu strætó sem öll borgarstjórn samþykkti í upphafi kjörtímabils. Hún hljóðaði svo að tíðni strætó á helstu stofnleiðum borgarinnar yrði aukin í 7,5 mínútur. En ekkert gerðist. Engin ein lausn við vandanum Það er ekki til nein ein lausn við svifryksvandanum. Orsakir svifryks eru fjölmargar, þess vegna höfum við Sjálfstæðismenn ávallt talað fyrir fjölþættum aðgerðum til að draga úr svifryksvandanum og auka loftgæðin í borginni. Umræðan snýst oft á tíðum um að banna nagladekk, banna akstur bifreiða með tiltekið skráningarnúmer, banna hitt og þetta. Undir þær hugmyndir er ekki hægt að taka, sérstaklega í ljósi þess að gengið er fram hjá einföldum lausnum. Lausnum sem hægt er að fara í strax. Á borgarstjórnarfundi 2. febrúar lögðum við Sjálfstæðismenn aftur fram tillögu sem á að stuðla að betri loftgæðum í borginni. Fyrir fólkið í borginni, fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir. Þrátt fyrir aðgerðarleysi síðustu ára, og áhugaleysi meirihlutans á loftgæðum í borginni verðum við að halda málinu á lofti og tala fyrir því. Talið er að rekja megi 60-80 dauðsföll á ári hverju til svifryksmengunar. Tillagan sem lögð var fram 2. febrúar var einföld, lausnarmiðuð og getur verið komin skjótlega til framkvæmda sé vilji til að bregðast við loftgæðavandanum. Meðal þeirra aðgerða sem lagt var til að ráðist yrði í var að: Auka þrif á götum borgarinnar, Bæta vetrarþjónustu í borginni, sérstaklega í efri byggðum, Breyta gjaldskrám á stöðumælagjöldum á þann veg að þeir sem notast við nagladekk greiði hærra verð fyrir bílastæði en þeir sem ekki nota þau. Ásamt þeim 8 tillögum sem við lögðum fram fyrr á kjörtímabilinu bætast núna við nýjar lausnir um að bæta loftgæði í borginni í baráttunni við svifrykið. Þessar hugmyndir eru á þann veg að það er á forræði borgarinnar að ráðast strax í þær. Við þurfum ekki að benda á ríkið, við þurfum ekki að snúa meira út úr umræðunni, við getum ráðist í þær strax. Höfundur er félagsfræðingur með BA frá Háskóla Íslands. Hann starfar sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar