Er menntakerfið okkar orðið úrelt? Alexander Ívar Logason skrifar 3. febrúar 2021 09:01 Er Menntakerfið okkar orðið úrelt? Þetta er eflaust spurning sem margir hafa spurt sig eða verið spurðir. Þetta er spurning sem ég hef verið í miklum vangaveltum yfir frá blautu barnsbeini. Mitt mat á menntakerfinu er að það sé orðið frekar úrelt og fylgi ekki nútímanum, það vantar að kenna krökkum hluti sem eru nauðsynlegir til þess að læra betur á daglegt líf og tel ég því vera full ástæða til að krefjast breytinga. Landið og menningin hefur þróast en menntakerfið á enn langt í land með að fylgja þessari þróun. Það að ég (16 ára strákur úr Víðistaðaskóla) tel mig knúinn til þess að skrifa þennan pistil sýnir í hversu vondum málum ég tel menntakerfið vera komið í. Ég og mínir félagar erum að krefjast breytinga á því sem okkur finnst vanta upp á til að menntakerfið fylgir þeirri þróun sem hefur átt sér stað. Skólinn hefur mikil áhrif á mótun ungra krakka og þess vegna viljum við auðvitað að þau mótist á þann hátt að þau séu tilbúinn til að fara út í lífið, með kennslu og reynslu sem tengist nútímanum og heiminum en ekki bara stærðfræði og íslensku. Auðvitað tel ég stærðfræði- og íslenskukennslu vera nauðsynleg fög, en það er svo margt annað sem við þurfum einnig að læra og okkar mat er að það er ekki verið að uppfylla þessa þörf sem við teljum þurfa í raun og veru til þess að gera okkur tilbúinn fyrir lífið og framtíðina. Þessi umræða kom upp í vinahópnum mínum fyrir nokkru síðan þegar við áttuðum okkur á því að nú væri skólaskyldu okkar að fara að ljúka. Við litum yfir undanfarin ár og hvað væri það sem hefði gagnast okkur í námi og hvað ekki. Var það mat okkar að það er ansi margt sem skiptir máli í lífinu sem ekki er kennt í skóla. Ég tel skólann vera frábæran vettvang til að fræða krakka um mál sem þessi og þá vonandi í framhaldinu eykst þekking og vitneskja krakka sem myndi leiða til minni eineltis. Því eins og svo oft er sagt þá eru fordómar einfaldlega fáfræði. Því viljum við koma þessu sem víðast og vekja sem mesta athygli á málstaðnum okkar sem við trúum svo heitt á. Við drifum okkur heim þann dag og skrifuðum niður allar okkar tillögur að breytingum í skjal. Þar myndaðist listi sem við fjölluðum um og rökstyddum ítarlega okkar tillögur sem má sjá hér að neðan: Að kynfræðsla verði efld. Tryggja þurfi hinsegin fræðslu í námskrá alla grunnskóla (jafnframt tryggja hinsegin fræðslu í kennaranámi). Auka og efla skuli tölvukennslu á unglingastigi. Læra um mannréttindi okkar. Hægt væri að taka stöðupróf í skólasundi á unglingastigi, ef nemandi nær góðum árangri fær hann að velja annarskonar hreyfingu en skólasund. Tryggja þurfi fræðslu um geðheilsu. Tryggja þurfi heilbrigðisfræðslu. Auka og efla fjarmálalæsi. Bæta og auka starfskennslu. Tryggja þurfi fræðslu um heimsvandamál í samtíð við heiminn. Viðbrögð við þessum tillögum hafa flest verið jákvæð og við höfum náð ágætum árangri með að koma okkar tillögum á framfæri. Við stofnuðum félagið „Menntakerfið okkar“ og erum nú með marga sem styðja við bakið á okkur og eru að hjálpa okkur að koma óskum okkar um breytingar á framfæri. Við erum búin að senda tillögur okkar á alla stjórnmálaflokkana og fengum svar frá sumum. Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn tóku best á móti okkar tillögum og hrósuðu okkur hásterkt fyrir okkar frumkvæði. Nú höfum við farið á marga fundi með allskonar fólki, sent ótal marga tölvupósta og kominn með yfir 600 undirskriftir sem styðja við okkar verkefni. Við funduðum með Mennta- og menningarmálaráðherra fyrir rúmum hálfum mánuði þar sem hún tók vel á móti okkur, þar sást að henni er virkilega annt um starf sitt. Sumar tillögur voru í vinnslu og aðrar var hún óviss með og þurfti að skoða nánar. Þótt okkur sé búið að ganga ágætlega ætlum við að sýna þverlyndi og einurð og halda áfram þar til okkar tillögur eru komnar í gegn. Hvatning okkar eru öll þau jákvæðu skilaboð sem við höfum fengið, þar sem krakkar sárbæna okkur að halda áfram því sem við erum að gera, að loksins skilji þau einhver. Dagsdaglega sé ég einelti, fordóma og vanvirðingu, bæði á netinu og í raunveruleikanum. Kvennhaturs, homofóbísku, rasísku og transfóbísku hlutirnir sem ég heyri krakka hreyta frá sér dagsdaglega eins og hverjar aðrar setningar, að niðurlægja jaðarsetta hópa í okkar samfélagi er ekki í lagi og ég held að hver sem er gæti verið sammála okkur. Hér eru dæmi um skilaboð sem ég og mínir vinir höfum þurft að þola: Drullaðu þér í eldhúsið og farðu að elda. Þið eruð fatlaðasta fólk sem ég hef séð. Þegiðu kona. Þú ert bara feit svo þú skalt þegja. Hinseginleikinn hjálpar engum. Skíttu í þig. Fat tub og shit. Djöfull er fólk orðið miklir aumingjar. Og fleira og fleira... Þetta finnst mér vera nóg og góð rök til þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið taki sig á og stuðli að aukinni víðsýni hjá nemendum. Við viljum fyrst og fremst að nemendum líði vel í skóla þar sem þau munu verja miklum tíma af sinni bernsku. Að starfshættir grunnskólans skuli mótast af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þetta er mín skoðun sem og yfir 600 einstaklinga sem finnst mega betrumbæta menntakerfi í grunnskólum Íslands. Nú endurtek ég þessa umtöluðu spurningu. Er menntakerfið okkar orðið úrelt? Höfundur er formaður félagsins Menntakerfið okkar og nemandi í Víðistaðaskóla. Instagram: Menntakerfidokkar Facebook: Menntakerfidokkar Twitter: Menntakerfid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Er Menntakerfið okkar orðið úrelt? Þetta er eflaust spurning sem margir hafa spurt sig eða verið spurðir. Þetta er spurning sem ég hef verið í miklum vangaveltum yfir frá blautu barnsbeini. Mitt mat á menntakerfinu er að það sé orðið frekar úrelt og fylgi ekki nútímanum, það vantar að kenna krökkum hluti sem eru nauðsynlegir til þess að læra betur á daglegt líf og tel ég því vera full ástæða til að krefjast breytinga. Landið og menningin hefur þróast en menntakerfið á enn langt í land með að fylgja þessari þróun. Það að ég (16 ára strákur úr Víðistaðaskóla) tel mig knúinn til þess að skrifa þennan pistil sýnir í hversu vondum málum ég tel menntakerfið vera komið í. Ég og mínir félagar erum að krefjast breytinga á því sem okkur finnst vanta upp á til að menntakerfið fylgir þeirri þróun sem hefur átt sér stað. Skólinn hefur mikil áhrif á mótun ungra krakka og þess vegna viljum við auðvitað að þau mótist á þann hátt að þau séu tilbúinn til að fara út í lífið, með kennslu og reynslu sem tengist nútímanum og heiminum en ekki bara stærðfræði og íslensku. Auðvitað tel ég stærðfræði- og íslenskukennslu vera nauðsynleg fög, en það er svo margt annað sem við þurfum einnig að læra og okkar mat er að það er ekki verið að uppfylla þessa þörf sem við teljum þurfa í raun og veru til þess að gera okkur tilbúinn fyrir lífið og framtíðina. Þessi umræða kom upp í vinahópnum mínum fyrir nokkru síðan þegar við áttuðum okkur á því að nú væri skólaskyldu okkar að fara að ljúka. Við litum yfir undanfarin ár og hvað væri það sem hefði gagnast okkur í námi og hvað ekki. Var það mat okkar að það er ansi margt sem skiptir máli í lífinu sem ekki er kennt í skóla. Ég tel skólann vera frábæran vettvang til að fræða krakka um mál sem þessi og þá vonandi í framhaldinu eykst þekking og vitneskja krakka sem myndi leiða til minni eineltis. Því eins og svo oft er sagt þá eru fordómar einfaldlega fáfræði. Því viljum við koma þessu sem víðast og vekja sem mesta athygli á málstaðnum okkar sem við trúum svo heitt á. Við drifum okkur heim þann dag og skrifuðum niður allar okkar tillögur að breytingum í skjal. Þar myndaðist listi sem við fjölluðum um og rökstyddum ítarlega okkar tillögur sem má sjá hér að neðan: Að kynfræðsla verði efld. Tryggja þurfi hinsegin fræðslu í námskrá alla grunnskóla (jafnframt tryggja hinsegin fræðslu í kennaranámi). Auka og efla skuli tölvukennslu á unglingastigi. Læra um mannréttindi okkar. Hægt væri að taka stöðupróf í skólasundi á unglingastigi, ef nemandi nær góðum árangri fær hann að velja annarskonar hreyfingu en skólasund. Tryggja þurfi fræðslu um geðheilsu. Tryggja þurfi heilbrigðisfræðslu. Auka og efla fjarmálalæsi. Bæta og auka starfskennslu. Tryggja þurfi fræðslu um heimsvandamál í samtíð við heiminn. Viðbrögð við þessum tillögum hafa flest verið jákvæð og við höfum náð ágætum árangri með að koma okkar tillögum á framfæri. Við stofnuðum félagið „Menntakerfið okkar“ og erum nú með marga sem styðja við bakið á okkur og eru að hjálpa okkur að koma óskum okkar um breytingar á framfæri. Við erum búin að senda tillögur okkar á alla stjórnmálaflokkana og fengum svar frá sumum. Píratar, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn tóku best á móti okkar tillögum og hrósuðu okkur hásterkt fyrir okkar frumkvæði. Nú höfum við farið á marga fundi með allskonar fólki, sent ótal marga tölvupósta og kominn með yfir 600 undirskriftir sem styðja við okkar verkefni. Við funduðum með Mennta- og menningarmálaráðherra fyrir rúmum hálfum mánuði þar sem hún tók vel á móti okkur, þar sást að henni er virkilega annt um starf sitt. Sumar tillögur voru í vinnslu og aðrar var hún óviss með og þurfti að skoða nánar. Þótt okkur sé búið að ganga ágætlega ætlum við að sýna þverlyndi og einurð og halda áfram þar til okkar tillögur eru komnar í gegn. Hvatning okkar eru öll þau jákvæðu skilaboð sem við höfum fengið, þar sem krakkar sárbæna okkur að halda áfram því sem við erum að gera, að loksins skilji þau einhver. Dagsdaglega sé ég einelti, fordóma og vanvirðingu, bæði á netinu og í raunveruleikanum. Kvennhaturs, homofóbísku, rasísku og transfóbísku hlutirnir sem ég heyri krakka hreyta frá sér dagsdaglega eins og hverjar aðrar setningar, að niðurlægja jaðarsetta hópa í okkar samfélagi er ekki í lagi og ég held að hver sem er gæti verið sammála okkur. Hér eru dæmi um skilaboð sem ég og mínir vinir höfum þurft að þola: Drullaðu þér í eldhúsið og farðu að elda. Þið eruð fatlaðasta fólk sem ég hef séð. Þegiðu kona. Þú ert bara feit svo þú skalt þegja. Hinseginleikinn hjálpar engum. Skíttu í þig. Fat tub og shit. Djöfull er fólk orðið miklir aumingjar. Og fleira og fleira... Þetta finnst mér vera nóg og góð rök til þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið taki sig á og stuðli að aukinni víðsýni hjá nemendum. Við viljum fyrst og fremst að nemendum líði vel í skóla þar sem þau munu verja miklum tíma af sinni bernsku. Að starfshættir grunnskólans skuli mótast af umburðarlyndi, kærleika, víðsýni og jafnrétti. Þetta er mín skoðun sem og yfir 600 einstaklinga sem finnst mega betrumbæta menntakerfi í grunnskólum Íslands. Nú endurtek ég þessa umtöluðu spurningu. Er menntakerfið okkar orðið úrelt? Höfundur er formaður félagsins Menntakerfið okkar og nemandi í Víðistaðaskóla. Instagram: Menntakerfidokkar Facebook: Menntakerfidokkar Twitter: Menntakerfid
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar